Viðskipti innlent

Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í vikunni.

Lögfræðingur Hansa sagði við meðferð málsins á miðvikudag tvö atriði aðallega styðja kröfuna um áframhaldandi greiðslustöðvun, annars vegar umbreyting á skuldum í hlutafé sem væri nánast búið að uppfylla og hins vegar sala á West Ham.

Lögmaðurinn sagði menn vongóða um að sala félagsins myndi ganga í gegn á næstunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×