Cleveland tryggði sér toppsætið í Austurdeild 11. apríl 2009 11:57 LeBron James er hér í baráttu við Andre Iquodala hjá Philadelphia AP Þrettán leikir voru í NBA deildinni í nótt þar sem línur eru nú farnar að skýrast í deildarkeppninni. Cleveland tryggði sér efsta sæti Austurdeildar með sigri á Philadelphia á útivelli 102-92. LeBron James skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland í sigrinum, en liðið hefur nú unnið 64 leiki og tapað aðeins 15. Ben Wallace spilaði sinn annan leik í röð með Cleveland eftir að hafa verið frá síðan í lok febrúar vegna fótbrots. Liðið sem hefur náð bestum árangri allra liða í Austurdeildinni hefur reyndar tapað í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í úrslitakeppninni fimm sinnum á síðustu sex árum. Aðeins Boston vann Austurdeildina (á síðustu leiktíð) eftir að hafa verið með besta árangurinn í deildarkeppninni. Boston lagði Miami 105-98. Paul Pierce var frábær hjá Boston með 28 stig og Rajon Rondo skoraði 7 stig, hirti 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami. Detroit lagði New Jersey 100-93 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni áttunda árið í röð. San Antonio lagði Utah 105-99 á heimavelli og var þetta 20. heimasigur liðsins í röð heima gegn Utah. Dallas komst upp fyrir Utah í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar með auðveldum sigri á New Orleans 100-92. Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 42 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum, en fékk litla hjálp frá félögum sínum. LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn frísku liði Portland á útivelli 106-98. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Kobe Bryant 32 fyrir Lakers. Staðan í NBA deildinni Úrslitin í nótt: Orlando Magic 95-105 New York Knicks LA Clippers 109-78 Sacramento Kings Dallas Mavericks 100-92 New Orleans Hornets Toronto Raptors 98-100 Washington Wizards Philadelphia 76ers 92-102 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 105-99 Utah Jazz Atlanta Hawks 122-118 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 106-89 Phoenix Suns Portland Trail Blazers 106-98 LA Lakers Detroit Pistons 100-93 New Jersey Nets Boston Celtics 105-98 Miami Heat Golden State Warriors 109-113 Houston Rockets Oklahoma City 84-81 Charlotte Bobcats NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Þrettán leikir voru í NBA deildinni í nótt þar sem línur eru nú farnar að skýrast í deildarkeppninni. Cleveland tryggði sér efsta sæti Austurdeildar með sigri á Philadelphia á útivelli 102-92. LeBron James skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland í sigrinum, en liðið hefur nú unnið 64 leiki og tapað aðeins 15. Ben Wallace spilaði sinn annan leik í röð með Cleveland eftir að hafa verið frá síðan í lok febrúar vegna fótbrots. Liðið sem hefur náð bestum árangri allra liða í Austurdeildinni hefur reyndar tapað í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í úrslitakeppninni fimm sinnum á síðustu sex árum. Aðeins Boston vann Austurdeildina (á síðustu leiktíð) eftir að hafa verið með besta árangurinn í deildarkeppninni. Boston lagði Miami 105-98. Paul Pierce var frábær hjá Boston með 28 stig og Rajon Rondo skoraði 7 stig, hirti 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami. Detroit lagði New Jersey 100-93 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni áttunda árið í röð. San Antonio lagði Utah 105-99 á heimavelli og var þetta 20. heimasigur liðsins í röð heima gegn Utah. Dallas komst upp fyrir Utah í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar með auðveldum sigri á New Orleans 100-92. Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 42 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum, en fékk litla hjálp frá félögum sínum. LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn frísku liði Portland á útivelli 106-98. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Kobe Bryant 32 fyrir Lakers. Staðan í NBA deildinni Úrslitin í nótt: Orlando Magic 95-105 New York Knicks LA Clippers 109-78 Sacramento Kings Dallas Mavericks 100-92 New Orleans Hornets Toronto Raptors 98-100 Washington Wizards Philadelphia 76ers 92-102 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 105-99 Utah Jazz Atlanta Hawks 122-118 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 106-89 Phoenix Suns Portland Trail Blazers 106-98 LA Lakers Detroit Pistons 100-93 New Jersey Nets Boston Celtics 105-98 Miami Heat Golden State Warriors 109-113 Houston Rockets Oklahoma City 84-81 Charlotte Bobcats
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira