Innlent

Auglýsa eftir leiguhúsnæði fyrir fangelsi

Ríkiskaup auglýsa fyrir hönd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins eftir húsnæði til leigu til tveggja ára undir fangelsi. Fangaklefar hér á landi eru of fáir til að rúma fyrir alla þá sem dæmdir eru í fangelsi.

Gerð er krafa um að húsnæðið sé utan þéttbýlis og fjarlægð frá Litla-Hrauni sé ekki meiri en svo að möguleikar séu á að samnýta þjónustu við fangelsið. Húsnæðið skal rýma 16 til 26 einstaklinga í einstaklings-og/eða tveggja manna herbergjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×