Innlent

Netþjónn Iceland Express kominn í lag

Netþjónn Iceland Express lá niðri um tíma í dag vegna mikillar ásóknar í tilboð á vegum félagsins. Kerfið er nú komið í samt lag að nýju.

Iceland express auglýsti um helgina tilboð til Kaupmannahafnar, London, Berlínar og Varsjár á tilboði frá 8.900 krónum aðra leið með sköttum. Hægt var að kaupa miða á netinu frá 12 á hádegi í dag, en eins og fyrr segir réði netþjónninn ekki við ástandið vegna álagsins.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×