Jesús og „Icesave“ 18. júlí 2009 06:00 Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Varðandi „Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu. Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi „Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni. Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning. Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð. Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri „Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það. Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Varðandi „Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu. Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi „Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni. Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning. Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð. Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri „Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það. Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar