Jesús og „Icesave“ 18. júlí 2009 06:00 Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Varðandi „Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu. Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi „Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni. Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning. Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð. Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri „Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það. Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Varðandi „Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu. Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi „Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni. Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning. Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð. Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri „Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það. Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar