Viðskipti innlent

Seðlabankinn selur fyrrum bankabréf fyrir 28 milljarða

Seðlabankinn hefur ákveðið að setja í sölu ríkistryggð bréf, að nafnvirði 27,9 milljarðar kr. sem ríkissjóður eignaðist við fall bankanna s.l. haust.

Bréfin voru lögð fram til tryggingar verðbréfalánum sem ríkissjóður yfirtók.

Í tilkynningu kemur fram að megnið af þessari upphæð, eða 20,9 milljarðar eru íbúðabréf Íbúðalánasjóðs og 7 milljarðar eru ríkisbréf úr tveimur flokkum.

„Ákveðið hefur verið að selja þessi bréf á næstunni og verður andvirðinu varið til að bæta enn frekar sjóðsstöðu ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands," segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir að fyrirhugað sé að selja bréfin í nokkrum skömmtum þannig að áhrif á verðlagningu bréfanna á eftirmarkaði verði sem minnst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×