Erfiðleikar Breta koma við kaunin á Íslendingum 20. janúar 2009 12:50 Slæm staða breska hagkerfisins kemur sér illa fyrir hið íslenska en Bretland er afar mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar kemur fram að af gjaldeyristekjum af vöruútflutningi komu ríflega 12% frá Bretlandi í fyrra. Hafa Bretar einnig lagt íslensku hagkerfi til verulegar gjaldeyristekjur með ferðamennsku hingað til lands. Þá hefur stór hluti af útrás íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á undanförnum árum verið inn á breska markaðinn. Talsverðar eignir eru því ennþá þar og verðgildi þeirra mun t.d. hafa áhrif á uppgjör bankanna og hversu mikið af innlánsskuldbindingum mun falla á íslenska skattgreiðendur. Mikið fall pundsins hefur hins vegar gert það að verkum að krónan hefur haldið betur verðgildi sínu gagnvart pundinu en flestum öðrum myntum. Þannig hefur krónan lækkað um 29% gagnvart pundinu á síðustu tólf mánuðum á sama tíma og það hefur lækkað um ríflega 49% gagnvart dollaranum og 43% gagnvart evrunni. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Slæm staða breska hagkerfisins kemur sér illa fyrir hið íslenska en Bretland er afar mikilvægur útflutningsmarkaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar kemur fram að af gjaldeyristekjum af vöruútflutningi komu ríflega 12% frá Bretlandi í fyrra. Hafa Bretar einnig lagt íslensku hagkerfi til verulegar gjaldeyristekjur með ferðamennsku hingað til lands. Þá hefur stór hluti af útrás íslenskra fyrirtækja og fjárfesta á undanförnum árum verið inn á breska markaðinn. Talsverðar eignir eru því ennþá þar og verðgildi þeirra mun t.d. hafa áhrif á uppgjör bankanna og hversu mikið af innlánsskuldbindingum mun falla á íslenska skattgreiðendur. Mikið fall pundsins hefur hins vegar gert það að verkum að krónan hefur haldið betur verðgildi sínu gagnvart pundinu en flestum öðrum myntum. Þannig hefur krónan lækkað um 29% gagnvart pundinu á síðustu tólf mánuðum á sama tíma og það hefur lækkað um ríflega 49% gagnvart dollaranum og 43% gagnvart evrunni.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira