Innlent

Sjö ára með svínaflensu - sá yngsti hér á landi

Svínaflensan í Mexíkó lamaði næstum efnahag landsins um tíma.
Svínaflensan í Mexíkó lamaði næstum efnahag landsins um tíma.

„Hann slær einni átta ára stelpu við," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, spurður hvort filippseyskur drengur sé sá yngsti sem hefur smitast af svínaflensunni hér á landi.

Drengurinn smitaðist út í Filippseyjum en samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðistofnun þá hafa 2700 manns þar í landi smitast af flensunni frá því í vor.

Foreldrar drengsins hafa ekki smitast af flensunni en að sögn Haralds er fylgst náið með þeim og fái þau flensu þá verði samstundis tekin sýni úr þeim.

Hann segir öll tilfellin sem hafa greinst hér á landi vera væg. Drengurinn til að mynda er á batavegi.

„Börnin hafa staðið sig mjög vel," segir Haraldur um veikindi barnanna.

Svínaflensan sækir enn í sig veðrið. Alls hafa fimmtán manns smitast hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×