Viðskipti innlent

Kvótaaukningin er 10 milljarða kr. búbót fyrir útgerðina

Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann um 30 þúsund tonn þýðir um 10 milljarða kr. búbót fyrir sjávarútveginn miðað við aflaverðmæti upp úr sjó.

Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ákvörðun sjávarútvegsráðherra sé mjög góð fyrir útveginn. "Það er óhætt að segja að þetta léttir mjög brúnina á okkar mönnum og veitti ekki af í því árferði sem nú er," segir Friðrik.

Það kemur ennfremur fram í máli Friðrik að sérstaklega sé mikilvægt við ákvörðun ráðherrans að kvótaaukningin gildir einnig fyrir næsta ár. "Það gerir okkur auðveldara að skipuleggja framtíðina," segir Friðrik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×