Viðskipti innlent

Spá lítilsháttar aukningu á verðbólgu í janúar

Hagfræðideild Landsbankans spá því að verðbólgan muni aukast aðeins í janúar eða 0,3% og verði ársverðbólgan þann mánuð í 18,3%. Þetta kemur fram í daglegu vefriti bankans.

Þá er gert ráð fyrir að verðbólgan aukist um 2% í febrúar og nái svo hámarki í mars eftir að áhrif af útsölum hverfa.

Svo framarlega sem tekst að koma stöðugleika á gengi krónunnar mun verðbólgan fara hratt minnkandi í vor í kjölfar aukins atvinnuleysis og minnkandi eftirspurnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×