Erlent

Húsleit hjá lækni Jacksons

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Conrad Murray.
Conrad Murray.

Lögreglan í Las Vegas gerði í gær húsleit á heimili Conrads Murray, læknis Michaels Jackson heitins, en grunur leikur á að hann hafi gefið poppgoðinu sterkt svæfingarlyf rétt áður en dauða Jacksons bar að höndum í júní. Murray hefur þó ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu en er þó talinn hafa gefið Jackson lyfið Diprivan, sem almennt er notað til að svæfa sjúklinga sem eru á leið í skurðaðgerð. Þetta lyf eitt og sér mun þó ekki hafa dregið Jackson til dauða, en ABC-fréttastofan hefur greint frá því að lík hans hafi innihaldið mikinn lyfjakokteil á banastundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×