Innlent

Fréttatími á Stöð 2 í hádeginu á aðfangadag - aftansöngur um kvöldið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ GVA.
Mynd/ GVA.
Fréttamenn 365 miðla standa vaktina yfir jólin likt og endranær.

Á morgun, aðfangadag verða morgunfréttir klukkan 10 og hádegisfréttir á Stöð 2 og Bylgjunni á slaginu tólf.

Á jóladag verða hádegisfréttir á Bylgjunni klukkan tólf og kvöldfréttir klukkan hálfsjö.

Á annan dag jóla verður svo fréttaþjónusta með sama sniði og um helgar.

Fréttablaðið kemur út á morgun og svo mánudaginn 28. desember.

Fréttamenn Vísis munu svo standa vaktina yfir alla jólahátíðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×