Innlent

Stefnir í hvít jól fyrir austan fjall

Föl er á Selfossi í dag og því von á hvítum jólum. Myndin er úr safni.
Föl er á Selfossi í dag og því von á hvítum jólum. Myndin er úr safni.
Þrátt fyrir að veðurspár geri ráð fyrir rauðum jólum á Suður- og Suðvesturlandi byrjaði að snjóa í dag fyrir austan fjall. Spáin gerir ráð fyrir að áfram verði kalt og því allar líkur á því að snjórinn sem fallið hefur í dag hverfi ekki á næstunni. Íbúar í Hveragerði og á Selfossi og í nágrenni geta því búist við hvítum jólum þrátt fyrir allt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×