Innlent

Hélt að bílaþvottur væri eldsvoði

Slökkviliðið að störfum. Mynd úr safni.
Slökkviliðið að störfum. Mynd úr safni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan tíu í morgun þar sem tilkynnt var um eldsvoða á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.

Viðbúnaður var mikill en sjónarvottur sem hafði samband við Vísi sagði að tveir slökkviliðsbílar og sjúkrabíll hefðu ekið framhjá honum. Þegar haft var samband við slökkviliðið sagði vaktsjóri að um misskilning hefði verið að ræða.

Svo virðist sem maður hafi verið að þrífa bílinn sinn á bílaþvottastöð sem er fyrir neðan skemmtistaðinn. Í kuldanum myndaðist reykur og vegfarandi taldi reykinn vera eld á Players og lét slökkviliðið vita.

Slökkviliðið kannaði aðstæður og rannsakaði af sér allan grun og kom þetta þá í ljós. Þess má reyndar geta að fyrir rétt rúmu ári kviknaði sannarlega í skemmtistaðnum. Þá gekk greiðlega að slökkva eldinn og skemmdir voru minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×