Innlent

Eldur í vinnuvél í Kópavogi

Eldur kviknaði í stórri vinnuvél sem stóð við byggingu í Ögurhvarfi í Kópavogi í nótt. Logaði glatt þegar slökkviliðið kom á vettvang, en skamma stund tók að slökkva eldinn. Kannað verður í birtingu hversu mikið hún er skemmd. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í vélinni, enda hafði hún ekki verið í gangi síðan í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×