Innlent

Óttast að stolinn bíll verði notaður við innbrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bifreið af svipaðri gerð og sú sem stolið var.
Bifreið af svipaðri gerð og sú sem stolið var.
Lögreglan á Akranesi lýsir eftir bifreiðinni PK-830, ljósgráum Skoda Felicia árgerð 1999, sem að stolið var frá bílasölu á Akranesi um kvöldmatarleytið í gær.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að talið sé að sá sem að stal bifreiðinni hafi hug á að nýta hana við innbrot og þjófnað yfir hátíðarnar. Síðast sást til bifreiðarinnar í Mosfellsbæ.

Þeir sem að verða varir við bifreiðina eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akranesi í síma 444-0111 eða 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×