Innlent

Fara heim af sjúkradeildum fyrir hátíðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluvert annríki hefur verið hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sem betur fer hefur þó ástæðan ekki verið sú að um stórbruna eða slys hafi verið að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ein ástæðan fyrir annríkinu sú að margir þeirra sem hafa legið á sjúkradeildum að undanförnu fara heim fyrir jólahátíðina. Margir þeirra eru ekki göngufærir eða jafnvel rúmliggjandi og njóta því stuðnings sjúkraflutningamanna við að komast örugglega heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×