Innlent

Uppbygging á Siglufirði

Siglufjörður. Mynd úr safni.
Siglufjörður. Mynd úr safni.

Á sama tíma og iðnaðarmenn á höfuðborgarsvæðinu kljást við verkefnaskort þá virðist bjart framundan á Siglufirði. Þar hyggst byggingaverktakinn Reisum.is að byggja tvö fjögurra íbúða raðhús, og þrjár einingar af parhúsum. Áætlað er að byggja húsin á gamla fótboltavellinum eða á Eyrarflöt.

Raðhúsalengjurnar eru byggðar þannig að í hverri lengju eru þrjár þriggja herbergja íbúðir með bílskúr og ein fjögurra herbergja með bílskúr. Híbýlin eru hugsuð fyrir barnafjölskyldur sem vilja flytja til Siglufjarðar.

Það var siglo.is sem greindi frá málinu á heimasíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×