Yfirborðskenndur málflutningur 12. desember 2009 05:30 Í leiðara Fréttablaðsins hinn 12.09.2009 stillir Jón Sigurðsson Icesave-málinu þannig upp að annaðhvort sé gengið að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga eða öll okkar viðskipti við Evrópuþjóðir séu sett í uppnám og þá þurfi að leita nýrra markaða fyrir framleiðsluvörur Íslendinga. Þær forsendur sem Jón gefur sér eru afar hæpnar og vilja undirritaðir gera við þær alvarlegar athugasemdir. Eru Íslendingar ekki búnir, með lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave frá því í sumar, að skuldbinda sig til að greiða bætur vegna innstæðutrygginganna? Var þetta ekki gert þrátt fyrir að enginn dómur hafi fallið í málinu og Íslendingar telji sig ekki lagalega skuldbundna til að greiða upphæðina? Hefur ekki fjármálaráðherra Hollands sjálfur viðurkennt að galli hafi verið í innlánstryggingakerfi ESB og það hafi ekki verið hannað til að ráða við heildarhrun bankakerfis eins og átti sér stað á Íslandi? Á hvaða forsendum ætla Bretar og Hollendingar þá að ná fram samstöðu um viðskiptaþvinganir gagnvart Íslandi? Af því að ekki hafi verið gengið að þeirra ýtrustu kröfum, sem þeir vildu þó ekki láta dómstóla fjalla um? Það er einfaldlega óhugsandi að Evrópusambandið myndi beita viðskiptaþvingunum gegn Íslandi á þessum forsendum. En þess má geta að ESB hefur ekki einu sinni beitt viðskiptaþvingunum gegn Serbíu, þrátt fyrir að ríkisstjórn þar hafi staðið á bak við skelfilegar þjóðernishreinsanir. Sú hræðsla við að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar, sem okkur birtist í málflutningi Jóns Sigurðssonar, er okkur algerlega óskiljanleg.Erlendar skuldir í röngum samanburðijóhannes þ. skúlasonJón fjallar í leiðara sínum um skuldastöðu þjóðarinnar og ríkisins á afar yfirborðskenndan hátt. Það er fráleitt að bera saman heildar erlenda skuldastöðu Íslands við Bretland og Holland. Mun nær hefði verið fyrir Jón að bera saman stöðu Íslands við lönd með litla eigin gjaldmiðla og lítil bankakerfi eins og Ísland er nú. Öll slík lönd eru með skuldahlutfall undir 130%, sé miðað við heildarskuldir í erlendri mynt sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það er nokkuð langt undir 310% skuldahlutfallinu sem IMF hefur áætlað fyrir Ísland. Jón kýs að líta fram hjá þessu og ber þess í stað saman epli og appelsínur. Nettóskuldir – alvarleg áhættaragnar f. ólafssonJón dregur einnig úr alvarleika stöðunnar með því að beina athygli lesenda að nettóskuldastöðu þjóðarinnar. Þetta er sama brella og útrásarvíkingarnir notuðu. Rétt fyrir hrun voru allir bankarnir og eignarhaldsfyrirtækin skráð með afar hátt eigið fé. Síðan hrundu eignirnar í verði en skuldirnar stóðu eftir. Það er gríðarleg áhætta fyrir Íslendinga að vera með hátt skuldahlutfall þrátt fyrir háa eignastöðu. Afleiðingarnar annars eignafalls gætu orðið mun verri en við fallið fyrir ári síðan, því í þetta sinn er öll íslenska þjóðin veðsett upp fyrir haus.Í leiðara sínum fullyrðir Jón að hagtölur sýni að þjóðin ráði við greiðslurnar vegna Icesave. Hvað hefur hann fyrir sér í þessu? Álit Seðlabankans, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur gagnrýnt harðlega, m.a. fyrir skort á raunhæfum forsendum? Málsmetandi hagfræðingar, s.s. Jón Daníelsson og Gunnar Tómasson, telja íslensku þjóðina alls ekki geta staðið undir þessum greiðslum og hafa rökstutt það ítarlega. Engin þeirra áætlana sem gefnar hafa verið út gera ráð fyrir því að Íslendingar geti haldið lífsgæðum á svipuðu róli og nágrannaþjóðir okkar. Allar gera ráð fyrir svo miklum samdrætti í innflutningi að gera má ráð fyrir að langvarandi skömmtun á gjaldeyri þurfi að koma til. Hættan er sú að þessi mikla takmörkun á innflutningi leiði til fólksflótta. Auk þessa má benda á að enginn hefur hingað til sýnt fram á að Íslendingar geti á næstu árum bæði staðið undir Icesave-greiðslum og leyst krónubréfavandann.Hættum að tala um Icesave sem sjálfsagða skuldNiðurstaðan er einföld. Fyrirvarar Alþingis í sumar fólu í sér leið til að borga Icesave-kröfuna að teknu tilliti til upphæðar hennar, stærðar íslenska hagkerfisins og fordæmalausra aðstæðna hérlendis vegna hrunsins. Fyrirvararnir fólu í sér vilja Íslands til að taka á sig byrðar þrátt fyrir galla í lagaumhverfi Evrópu, en þó þannig að það leiddi ekki til greiðsluþrots. Fyrirvararnir höfðu þann skýra tilgang að færa Icesave-samningana nær hinum svonefndu Brussel viðmiðum. Hægur vandi er að sannfæra Breta og Hollendinga um þessar staðreyndir, séu þeir ekki nú þegar sannfærðir. Fyrsta skrefið er að byrja að kynna málstað Íslands meðal erlendra ráðamanna og almennings. Í þeim málflutningi þarf að hætta að tala um Icesave sem sjálfsagða skuld og kynna hana frekar sem framlag Íslands til lausnar á vanda innstæðueigenda og innstæðutryggingakerfis Evrópusambandsins. Sé málstaður okkar þannig kynntur af röggsemi er engin hætta á því að Evrópusambandið setji viðskiptahömlur á Íslendinga. Sérstaklega yrði það þó sterkt gagnvart Evrópusambandinu ef þjóðin kysi það í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á sig Icesave-skuldbindingarnar gagnvart Hollendingum og Bretum á grundvelli þeirra sjálfsögðu fyrirvara sem Alþingi Íslendinga sameinaðist um í sumar.Ólafur Elíasson er tónlistarmaður. Jóhannes Þ. Skúlason er grunnskólakennari. Ragnar F. Ólafsson er félagssálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins hinn 12.09.2009 stillir Jón Sigurðsson Icesave-málinu þannig upp að annaðhvort sé gengið að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga eða öll okkar viðskipti við Evrópuþjóðir séu sett í uppnám og þá þurfi að leita nýrra markaða fyrir framleiðsluvörur Íslendinga. Þær forsendur sem Jón gefur sér eru afar hæpnar og vilja undirritaðir gera við þær alvarlegar athugasemdir. Eru Íslendingar ekki búnir, með lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave frá því í sumar, að skuldbinda sig til að greiða bætur vegna innstæðutrygginganna? Var þetta ekki gert þrátt fyrir að enginn dómur hafi fallið í málinu og Íslendingar telji sig ekki lagalega skuldbundna til að greiða upphæðina? Hefur ekki fjármálaráðherra Hollands sjálfur viðurkennt að galli hafi verið í innlánstryggingakerfi ESB og það hafi ekki verið hannað til að ráða við heildarhrun bankakerfis eins og átti sér stað á Íslandi? Á hvaða forsendum ætla Bretar og Hollendingar þá að ná fram samstöðu um viðskiptaþvinganir gagnvart Íslandi? Af því að ekki hafi verið gengið að þeirra ýtrustu kröfum, sem þeir vildu þó ekki láta dómstóla fjalla um? Það er einfaldlega óhugsandi að Evrópusambandið myndi beita viðskiptaþvingunum gegn Íslandi á þessum forsendum. En þess má geta að ESB hefur ekki einu sinni beitt viðskiptaþvingunum gegn Serbíu, þrátt fyrir að ríkisstjórn þar hafi staðið á bak við skelfilegar þjóðernishreinsanir. Sú hræðsla við að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar, sem okkur birtist í málflutningi Jóns Sigurðssonar, er okkur algerlega óskiljanleg.Erlendar skuldir í röngum samanburðijóhannes þ. skúlasonJón fjallar í leiðara sínum um skuldastöðu þjóðarinnar og ríkisins á afar yfirborðskenndan hátt. Það er fráleitt að bera saman heildar erlenda skuldastöðu Íslands við Bretland og Holland. Mun nær hefði verið fyrir Jón að bera saman stöðu Íslands við lönd með litla eigin gjaldmiðla og lítil bankakerfi eins og Ísland er nú. Öll slík lönd eru með skuldahlutfall undir 130%, sé miðað við heildarskuldir í erlendri mynt sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það er nokkuð langt undir 310% skuldahlutfallinu sem IMF hefur áætlað fyrir Ísland. Jón kýs að líta fram hjá þessu og ber þess í stað saman epli og appelsínur. Nettóskuldir – alvarleg áhættaragnar f. ólafssonJón dregur einnig úr alvarleika stöðunnar með því að beina athygli lesenda að nettóskuldastöðu þjóðarinnar. Þetta er sama brella og útrásarvíkingarnir notuðu. Rétt fyrir hrun voru allir bankarnir og eignarhaldsfyrirtækin skráð með afar hátt eigið fé. Síðan hrundu eignirnar í verði en skuldirnar stóðu eftir. Það er gríðarleg áhætta fyrir Íslendinga að vera með hátt skuldahlutfall þrátt fyrir háa eignastöðu. Afleiðingarnar annars eignafalls gætu orðið mun verri en við fallið fyrir ári síðan, því í þetta sinn er öll íslenska þjóðin veðsett upp fyrir haus.Í leiðara sínum fullyrðir Jón að hagtölur sýni að þjóðin ráði við greiðslurnar vegna Icesave. Hvað hefur hann fyrir sér í þessu? Álit Seðlabankans, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur gagnrýnt harðlega, m.a. fyrir skort á raunhæfum forsendum? Málsmetandi hagfræðingar, s.s. Jón Daníelsson og Gunnar Tómasson, telja íslensku þjóðina alls ekki geta staðið undir þessum greiðslum og hafa rökstutt það ítarlega. Engin þeirra áætlana sem gefnar hafa verið út gera ráð fyrir því að Íslendingar geti haldið lífsgæðum á svipuðu róli og nágrannaþjóðir okkar. Allar gera ráð fyrir svo miklum samdrætti í innflutningi að gera má ráð fyrir að langvarandi skömmtun á gjaldeyri þurfi að koma til. Hættan er sú að þessi mikla takmörkun á innflutningi leiði til fólksflótta. Auk þessa má benda á að enginn hefur hingað til sýnt fram á að Íslendingar geti á næstu árum bæði staðið undir Icesave-greiðslum og leyst krónubréfavandann.Hættum að tala um Icesave sem sjálfsagða skuldNiðurstaðan er einföld. Fyrirvarar Alþingis í sumar fólu í sér leið til að borga Icesave-kröfuna að teknu tilliti til upphæðar hennar, stærðar íslenska hagkerfisins og fordæmalausra aðstæðna hérlendis vegna hrunsins. Fyrirvararnir fólu í sér vilja Íslands til að taka á sig byrðar þrátt fyrir galla í lagaumhverfi Evrópu, en þó þannig að það leiddi ekki til greiðsluþrots. Fyrirvararnir höfðu þann skýra tilgang að færa Icesave-samningana nær hinum svonefndu Brussel viðmiðum. Hægur vandi er að sannfæra Breta og Hollendinga um þessar staðreyndir, séu þeir ekki nú þegar sannfærðir. Fyrsta skrefið er að byrja að kynna málstað Íslands meðal erlendra ráðamanna og almennings. Í þeim málflutningi þarf að hætta að tala um Icesave sem sjálfsagða skuld og kynna hana frekar sem framlag Íslands til lausnar á vanda innstæðueigenda og innstæðutryggingakerfis Evrópusambandsins. Sé málstaður okkar þannig kynntur af röggsemi er engin hætta á því að Evrópusambandið setji viðskiptahömlur á Íslendinga. Sérstaklega yrði það þó sterkt gagnvart Evrópusambandinu ef þjóðin kysi það í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á sig Icesave-skuldbindingarnar gagnvart Hollendingum og Bretum á grundvelli þeirra sjálfsögðu fyrirvara sem Alþingi Íslendinga sameinaðist um í sumar.Ólafur Elíasson er tónlistarmaður. Jóhannes Þ. Skúlason er grunnskólakennari. Ragnar F. Ólafsson er félagssálfræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun