Miami vann Boston og sigurganga Utah er á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2009 08:41 Dwyane Wade hefur farið hamförum að undanförnu og er vinsæll með stuðningsmanna. Mynd/GettyImages Dwyane Wade skoraði 32 stig og mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin í 107-99 sigri Miami Heat á meisturum Boston Celtics í nótt. Miami er í baráttu við Atlanta um fjórða sætið en Atlanta vann Utah í nótt og heldur því enn eins og hálfs leiks forustu á Miami. "Ég náði bara að skora 32 stig," sagði Dwyane Wade brosandi eftir leikinn en hann er með 36,5 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Miami eftir Stjörnuleikshelgina. Boston var 55-50 yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 18-32. Boston-liðið lék án fimm leikmanna þar á meðal byrjunarliðsmannanna Kevin Garnett (búinn að missa af 9 leikjum) og leikstjórnandans Rajon Rondo. Þetta tap þýðir að liðið er komið tveimur leikjum á eftir Cleveland í baráttunni um fyrsta sætið í Austurdeildinni. "Við höfum engar afsakanir. Við fengum okkar möguleika, vorum yfir í hálfleik en grófum okkur holu í þriðja leikhlutanum. Við verðum að átta okkur á því að við erum varnarlið fyrst og þar vinnum við leikina," sagði Paul Pierce, leikmaður Boston eftir leik. Joe Johnson var með 31 stig og Josh Smith bætti við 22 stigum og 12 fráköstum þegar Atlanta Hawks vann 100-93 heimasigur á Utah Jazz og endaði 12 leikja sigurgöngu Jazz-liðsins. Deron Williams var með 20 stig og 9 stoðsendingar hjá Utah. Kobe Bryant skoraði 18 af 37 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til þess að vinna Houston Rockets á þeirra eigin heimavelli. Lakers vann leikinn 102-96. Lakers-liðið var búið að tapa þremur útileikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers og Josh Powell skoraði 17 stig. Chris Paul var með þrennu í 109-98 sigri New Orleans Hornets á Washington Wizards. Paul var með 30 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Hann var frábær í þriðja leikhluta sem Hornets-liðið vann 40-22 og gerði út um leikinn en Paul var þá með 14 stig og 6 stoðsendingar. Antawn Jamison var með 25 stig og 10 fráköst hjá Washington. New York Knicks vann 116-111 útisigur á Detroit Pistons í framlengdum leik þar sem Nate Robinson kom inn af bekknum og skoraði 30 stig. Antonio McDyess (21 stig, 22 fráköst) náði fyrstu tröllatvennu Detroit-leikmanns í 11 ár en það dugði ekki til. Detroit lék án bæði Rasheed Wallace og Allen Iverson sem eru meiddir. Orlando Magic vann 107-79 sigur á Chicago Bulls og tryggði með því sér sæti í úrslitakeppninni. Þetta var fimmti sigur Orlando-liðsins í síðustu sex leikjum. Tony Battie var með 18 stig hjá Orlando alveg eins og John Salmons hjá Chicago. Stephen Jackson skoraði 29 stig þegar Golden State Warriors vann upp 14 stiga forskot New Jersey Nets í seinni hálfleik og tryggði sér 116-112 sigur. Jamal Crawford skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Það dugði ekki Nets að Devin Harris var með 31 stig og 12 stoðsendingar en fimm töp í sex leikja útileikjaröð eru líklega að kosta liðið möguleikann á að komast inn í úrslitakeppnina. Thaddeus Young var 29 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann Toronto Raptors 115-106. Þetta var sjötta tap Toronto í röð. Samuel Dalembert átti einnig mjög góðan leik fyrir 76ers en hann var með 19 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Minnesota Timberwolves endaði 10 leikja taphrinu með 104-79 sigri á Memphis Grizzlies. Ryan Gomes skoraði 25 stig fyrir Minnesota og þá var nýliðinn Kevin Love með 19 stig og 11 fráköst á móti liðinu sem valdi hann í nýliðavalinu en lét hann síðan fara í skiptum til Memphis. Það er að lifna yfir Dallas Mavericks sem vann Portland Trail Blazers 93-89 í nótt. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Dirk Nowitzki var með 29 stig og 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 20 stig í 112-99 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í síðustu tólf leikjum. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Dwyane Wade skoraði 32 stig og mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin í 107-99 sigri Miami Heat á meisturum Boston Celtics í nótt. Miami er í baráttu við Atlanta um fjórða sætið en Atlanta vann Utah í nótt og heldur því enn eins og hálfs leiks forustu á Miami. "Ég náði bara að skora 32 stig," sagði Dwyane Wade brosandi eftir leikinn en hann er með 36,5 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Miami eftir Stjörnuleikshelgina. Boston var 55-50 yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 18-32. Boston-liðið lék án fimm leikmanna þar á meðal byrjunarliðsmannanna Kevin Garnett (búinn að missa af 9 leikjum) og leikstjórnandans Rajon Rondo. Þetta tap þýðir að liðið er komið tveimur leikjum á eftir Cleveland í baráttunni um fyrsta sætið í Austurdeildinni. "Við höfum engar afsakanir. Við fengum okkar möguleika, vorum yfir í hálfleik en grófum okkur holu í þriðja leikhlutanum. Við verðum að átta okkur á því að við erum varnarlið fyrst og þar vinnum við leikina," sagði Paul Pierce, leikmaður Boston eftir leik. Joe Johnson var með 31 stig og Josh Smith bætti við 22 stigum og 12 fráköstum þegar Atlanta Hawks vann 100-93 heimasigur á Utah Jazz og endaði 12 leikja sigurgöngu Jazz-liðsins. Deron Williams var með 20 stig og 9 stoðsendingar hjá Utah. Kobe Bryant skoraði 18 af 37 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til þess að vinna Houston Rockets á þeirra eigin heimavelli. Lakers vann leikinn 102-96. Lakers-liðið var búið að tapa þremur útileikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig hjá Lakers og Josh Powell skoraði 17 stig. Chris Paul var með þrennu í 109-98 sigri New Orleans Hornets á Washington Wizards. Paul var með 30 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum. Hann var frábær í þriðja leikhluta sem Hornets-liðið vann 40-22 og gerði út um leikinn en Paul var þá með 14 stig og 6 stoðsendingar. Antawn Jamison var með 25 stig og 10 fráköst hjá Washington. New York Knicks vann 116-111 útisigur á Detroit Pistons í framlengdum leik þar sem Nate Robinson kom inn af bekknum og skoraði 30 stig. Antonio McDyess (21 stig, 22 fráköst) náði fyrstu tröllatvennu Detroit-leikmanns í 11 ár en það dugði ekki til. Detroit lék án bæði Rasheed Wallace og Allen Iverson sem eru meiddir. Orlando Magic vann 107-79 sigur á Chicago Bulls og tryggði með því sér sæti í úrslitakeppninni. Þetta var fimmti sigur Orlando-liðsins í síðustu sex leikjum. Tony Battie var með 18 stig hjá Orlando alveg eins og John Salmons hjá Chicago. Stephen Jackson skoraði 29 stig þegar Golden State Warriors vann upp 14 stiga forskot New Jersey Nets í seinni hálfleik og tryggði sér 116-112 sigur. Jamal Crawford skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Það dugði ekki Nets að Devin Harris var með 31 stig og 12 stoðsendingar en fimm töp í sex leikja útileikjaröð eru líklega að kosta liðið möguleikann á að komast inn í úrslitakeppnina. Thaddeus Young var 29 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann Toronto Raptors 115-106. Þetta var sjötta tap Toronto í röð. Samuel Dalembert átti einnig mjög góðan leik fyrir 76ers en hann var með 19 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Minnesota Timberwolves endaði 10 leikja taphrinu með 104-79 sigri á Memphis Grizzlies. Ryan Gomes skoraði 25 stig fyrir Minnesota og þá var nýliðinn Kevin Love með 19 stig og 11 fráköst á móti liðinu sem valdi hann í nýliðavalinu en lét hann síðan fara í skiptum til Memphis. Það er að lifna yfir Dallas Mavericks sem vann Portland Trail Blazers 93-89 í nótt. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Dirk Nowitzki var með 29 stig og 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 20 stig í 112-99 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í síðustu tólf leikjum.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira