Nýting auðlinda er vopn gegn kreppu Jón Rúnar Halldórsson skrifar 12. mars 2009 14:50 Eitt það allra versta sem yfir okkur gengur um þessar mundir er atvinnuleysi. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru vel þekktar og því verður eitt brýnasta verkefni næstu stjórnvalda að finna lausnir á þessu stóra vandamáli. Til þess þarf skýra stefnu og raunhæfa aðgerðaáætlun. Uppgangstímanum fylgdi firring. Við vorum ein ríkasta þjóð í heimi og þóttumst hafa efni á því að nýta ekki náttúruauðlindir okkar nema að litlu leyti. Þetta viðhorf á ekki við lengur. Við verðum að vera raunsæ og nýta alla þá möguleika sem við höfum til að sporna við kreppunni. Ábyrg nýting auðlinda er nauðsyn, ekki val. Skynsamleg umræða verður að byggjast á haldgóðum rökum ekki kreddum. Sem dæmi má nefna að í umræðunni um virkjun Þjórsár, hagnýtingu jarðhita og hrefnuveiðar,er ýmsu haldið fram sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum en verður engu síður að viðurkenndum sannleik. Því er t.a.m. haldið fram að virkjanir og hvalveiðar muni stórskaða ferðamannaiðnað á Íslandi. Tölur í Noregi sýna að varla dró úr ferðamannastraumi til landsins eftir að hvalveiðar hófust þar að nýju og nú fara í Noregi saman hvalaskoðunarferðir og hvalveiðar. Það sama sýna íslenskar tölur. Hvalveiðar verða seint uppistöðuatvinnuvegur á Íslandi, en ég tek þær sem dæmi um mál þar sem rök eru gripin á lofti án þess að fótur sé fyrir þeim. Íslensk forysta Ísland er í forystu um nýtingu endurnýjanlegra orkulinda og með því leggjum við okkar af mörkum til alþjóðlegrar umhverfisverndar. Eins ber að hafa í huga að Elliðaárdalur er eitt vinælusta útivistarsvæði landsins, þrátt fyrir að virkjanir séu í næsta nágrenni og Bláa lónið er tilkomið fyrir tilstuðlan jarðvarmavirkjunar. Við þurfum að meta á ábyrgan hátt hvert mál fyrir sig og taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Orku getum við nýtt til að afla gjaldeyristekna, s.s. með rekstri netþjónabúa og frekari stóriðju sem skapar hér jafnframt mikilvæg störf. Við verðum að gæta þess að hverfa ekki frá raunveruleikanum inn í gerviveröld þar sem fólk telur sig ekki þurfa að lifa af því sem náttúran gefur. Til þess að vinna bug á vaxandi atvinnuleysi og stöðnun hér á landi, verðum við að nýta af skynsemi og fyrirhyggju það sem okkar góða land býður upp á. Við verðum að nýta auðlindir sjávar af útsjónarsemi og nýta okkur þá möguleika sem felast í ábyrgri beislun vatnsorku og jarðvarma. Síðast en ekki síst verðum við að gera kleift að virkja það sem okkur Íslendingum er gefið hverjum og einum, en það er orkan í okkur sjálfum. Jón Rúnar Halldórsson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt það allra versta sem yfir okkur gengur um þessar mundir er atvinnuleysi. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru vel þekktar og því verður eitt brýnasta verkefni næstu stjórnvalda að finna lausnir á þessu stóra vandamáli. Til þess þarf skýra stefnu og raunhæfa aðgerðaáætlun. Uppgangstímanum fylgdi firring. Við vorum ein ríkasta þjóð í heimi og þóttumst hafa efni á því að nýta ekki náttúruauðlindir okkar nema að litlu leyti. Þetta viðhorf á ekki við lengur. Við verðum að vera raunsæ og nýta alla þá möguleika sem við höfum til að sporna við kreppunni. Ábyrg nýting auðlinda er nauðsyn, ekki val. Skynsamleg umræða verður að byggjast á haldgóðum rökum ekki kreddum. Sem dæmi má nefna að í umræðunni um virkjun Þjórsár, hagnýtingu jarðhita og hrefnuveiðar,er ýmsu haldið fram sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum en verður engu síður að viðurkenndum sannleik. Því er t.a.m. haldið fram að virkjanir og hvalveiðar muni stórskaða ferðamannaiðnað á Íslandi. Tölur í Noregi sýna að varla dró úr ferðamannastraumi til landsins eftir að hvalveiðar hófust þar að nýju og nú fara í Noregi saman hvalaskoðunarferðir og hvalveiðar. Það sama sýna íslenskar tölur. Hvalveiðar verða seint uppistöðuatvinnuvegur á Íslandi, en ég tek þær sem dæmi um mál þar sem rök eru gripin á lofti án þess að fótur sé fyrir þeim. Íslensk forysta Ísland er í forystu um nýtingu endurnýjanlegra orkulinda og með því leggjum við okkar af mörkum til alþjóðlegrar umhverfisverndar. Eins ber að hafa í huga að Elliðaárdalur er eitt vinælusta útivistarsvæði landsins, þrátt fyrir að virkjanir séu í næsta nágrenni og Bláa lónið er tilkomið fyrir tilstuðlan jarðvarmavirkjunar. Við þurfum að meta á ábyrgan hátt hvert mál fyrir sig og taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Orku getum við nýtt til að afla gjaldeyristekna, s.s. með rekstri netþjónabúa og frekari stóriðju sem skapar hér jafnframt mikilvæg störf. Við verðum að gæta þess að hverfa ekki frá raunveruleikanum inn í gerviveröld þar sem fólk telur sig ekki þurfa að lifa af því sem náttúran gefur. Til þess að vinna bug á vaxandi atvinnuleysi og stöðnun hér á landi, verðum við að nýta af skynsemi og fyrirhyggju það sem okkar góða land býður upp á. Við verðum að nýta auðlindir sjávar af útsjónarsemi og nýta okkur þá möguleika sem felast í ábyrgri beislun vatnsorku og jarðvarma. Síðast en ekki síst verðum við að gera kleift að virkja það sem okkur Íslendingum er gefið hverjum og einum, en það er orkan í okkur sjálfum. Jón Rúnar Halldórsson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun