Alonso til Ferrari á næsta ári og miklar mannabreytingar í kjölfarið 21. ágúst 2009 22:15 Samherjar á næsta ári? Alonso og Massa á verðlaunapalli. Nordicphotos/GettyImages Fernando Alonso fer til Ferrari á næsta ári frá Renault og mun það væntanlega hrinda af stað miklum mannabreytingum í Formúlu-1. Þetta er opinbert leyndarmál í Formúlunni en liðsstjóri McLaren, Martin Whitmarsh, varð í dag fyrsti háttsetti aðilinn til að greina frá þessu. Hinn tvöfaldi heimsmeistari Alonso er ætlað að aka við hlið Felipe Massa og herma fregnir að Ferrari sé í starfslokaviðræðum við Kimi Raikkonen sem er samningsbundinn út næsta ár hjá félaginu. „Ég held að við vitum öll af því að Fernando-Ferrari skiptin munu hafa dómínó-áhrif á önnur lið,“ sagði Whitmarsh. Alonso forðast spurningar um framtíð sínar eins og heitan eldinn þessa dagana. Talið er að McLaren vilji ráða Nico Rosberg í staðinn Heikki Kovalainen til að aka við hlið Lewis Hamilton en Brawn, Renault og Toyota eru öll talin hafa áhuga á Raikkonen, ef hann fer frá Ferrari. Ef Massa nær sér ekki að fullu af meiðslum sínum, sem þó er búist við, er ekki víst að Raikkonen fari neitt. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru eðlilega í leit að nýjum liðum eftir að BMW ákvað að draga sig út úr Formúlunni. Kubica hefur verið orðaður við Williams en Brawn og Renault gætu einnig sýnt honum áhuga. Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso fer til Ferrari á næsta ári frá Renault og mun það væntanlega hrinda af stað miklum mannabreytingum í Formúlu-1. Þetta er opinbert leyndarmál í Formúlunni en liðsstjóri McLaren, Martin Whitmarsh, varð í dag fyrsti háttsetti aðilinn til að greina frá þessu. Hinn tvöfaldi heimsmeistari Alonso er ætlað að aka við hlið Felipe Massa og herma fregnir að Ferrari sé í starfslokaviðræðum við Kimi Raikkonen sem er samningsbundinn út næsta ár hjá félaginu. „Ég held að við vitum öll af því að Fernando-Ferrari skiptin munu hafa dómínó-áhrif á önnur lið,“ sagði Whitmarsh. Alonso forðast spurningar um framtíð sínar eins og heitan eldinn þessa dagana. Talið er að McLaren vilji ráða Nico Rosberg í staðinn Heikki Kovalainen til að aka við hlið Lewis Hamilton en Brawn, Renault og Toyota eru öll talin hafa áhuga á Raikkonen, ef hann fer frá Ferrari. Ef Massa nær sér ekki að fullu af meiðslum sínum, sem þó er búist við, er ekki víst að Raikkonen fari neitt. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru eðlilega í leit að nýjum liðum eftir að BMW ákvað að draga sig út úr Formúlunni. Kubica hefur verið orðaður við Williams en Brawn og Renault gætu einnig sýnt honum áhuga.
Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira