Lífið

Jackman og Craig saman á sviði

Stórstjörnurnar Daniel Craig og Hugh Jackman hafa ákveðið að taka þátt í leiksýningu á Broadway sem fjallar um tvo lögreglumenn í Chicago.

Wolverine-stjarnan hefur áður komið fram á Broadway en þetta verður frumraun Craigs á sviði, en hann er einna frægastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond.

Sýningin verður frumsýnd 10. september og telja forráðamenn hennar að sýningin muni slá í gegn hjá leikhúsgestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.