Ef árgalli kemur í siðu Njörður P. Njarðvík skrifar 8. október 2009 06:00 Í þeirri fornu bók Konungs skuggsjá (frá miðri 13du öld) er á einum stað rætt um árgalla eða óáran: „En árgalli verður með mörgum háttum. Það er stundum að óáran verður á korni og gefur þó jörð gras og hálm en stundum gefur hún hvorki" (Kgs45, 51). Síðan eru taldir upp ýmsir aðrir árgallar og sagt að ef þeir komi allir í senn og standi þrjá vetur þá geti það nálega horft til landauðnar. En versti árgallinn er þó ótalinn: „Nú er sá einn ótaldur árgalli er miklu er þyngri einn en allir þessir er nú höfum vér talda, ef óáran kann að koma í fólkið sjálft er byggir landið eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins. ... En ef óáran verður á fólkinu eða á siðum landsins þá standa þar miklu stærstir skaðar af, því að þá má ei kaupa af öðrum löndum með fé, hvorki siðu né manvit ef það týnist eða spillist er áður var í landinu" (Kgs45, 51). Þessum orðum er slöngvað til okkar gegnum aldir og hitta okkur í hjartastað nú ári eftir efnahagshrun, því að einmitt þetta hefur gerst. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu, þjóðinni sjálfri. Efnahagshrunið má því heita nánast rökrétt afleiðing af öðru fyrra hruni sem ekki er eins sýnilegt. Því að forsenda hrunsins er siðferðisbrestur, dómgreindarskortur og tillitsleysi sem birtist í taumlausri eigingirni, græðgi og brengluðu verðmætamati. Leiðsögumenn á þessum villigötum þjóðarinnar voru bankamenn og aðrir „athafnamenn" (er svo eru kallaðir) sem sýsluðu með „verðbréf" (sem svo eru kölluð) og leituðust við að halda uppi gerviverði þeirra með blekkingum og lánum, enda raunverulegt fé ekki fyrir hendi. Álengdar stóðu ráðherrar, þingmenn og forseti - og forstöðumenn eftirlitsstofnana - með gagnrýnislaust aðdáunarbros og lofsöngva - og fjölmiðlar sungu bakraddir. Og svo smitaðist því miður fjöldi landsmanna af frjálshyggjuveirunni og varð helsjúkur. Allt skyldi keypt með lánum. Var einna líkast því að kjörorðið væri: Sá er mestur sem skuldar mest - þótt allir þættust eiga allt. Þessi eltingaleikur við óþarfa lúxus bar auðvitað fyrst og fremst vott um flottræfilshátt og sýndarmennsku. Forn er þessi ábending Hávamála: Svo er auður / sem augabragð / hann er valtastur vina - og hefur nú ræst illilega sem oftar. Eftir hrun kemur tómarúm, enda var þjóðin nánast gáttuð og vissi vart sitt rjúkandi ráð. En raunveruleikinn blasir við undanbragðalaus eins og fyrri daginn. Og nú er að horfast í augu við hann og taka afleiðingum afglapanna, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og læra af mistökunum. Því miður virðist það ekki ganga of vel. Of margir hlaupa undan ábyrgð sinni. Það gildir ekki aðeins um stjórnmálamenn sem brugðust gersamlega upp til hópa, því að endanleg ábyrgð hvíldi á Alþingi. Alþingismenn báru ábyrgð á ríkisstjórn sem bar ábyrgð á eftirlitsstofnunum og seðlabanka sem bar ábyrgð á fjármálafyrirtækjum. Það gildir einnig um almenning. Hver og einn ber ábyrgð á eigin gerðum og skuldbindingum. Hafi menn látið glepjast af gylliboðum banka um lán til að sækjast eftir lúxus sem menn hafa engin efni á, þá hljóta þeir að bera sína ábyrgð. Eiga aðrir að sitja uppi með skuldir þeirra? Saklaust fólk sem hvergi lét glepjast? Er það hin nýja réttlætiskennd eftir hrunið? Hvar er það þjóðfélag statt þar sem menn geta keypt af sjálfum sér, selt sjálfum sér og lánað sjálfum sér - eins og enn viðgengst? Hvers er að vænta af þjóð sem ber ekki virðingu fyrir landi sínu, sögu eða tungumáli? Einna verst þótti mér þó að frétta af fjölda háskólanema sem sótti fé í atvinnuleysissjóð á meðan þeir voru í námi. Íslenska þjóðin gefur þessu fólki ókeypis háskólanám, sem er fjarri því að vera regla í öðrum löndum. Þessir nemendur launa þá miklu gjöf með því að svíkja fé úr almannasjóði ætluðum fólki sem hefur misst atvinnu sína. Ég hlýt að spyrja: Hvers virði er menntun fólks sem sýnir af sér þvílíka siðblindu? Hefur það ekki í raun fyrirgert rétti sínum til ókeypis æðri menntunar? Þjóðin stendur nú uppi skuldum vafin sakir afglapa fjárglæframanna og vanhæfni stjórnmálamanna. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu - eins og segir í Konungs skuggsjá. Þessi alvarlegi árgalli verður ekki leystur með lánum frá öðrum þjóðum. Þjóðin skuldar sjálfri sér endurskoðun á tilveru sinni og tilgangi. Sú skuld verður ekki greidd nema með endurheimtri siðferðisvitund. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í þeirri fornu bók Konungs skuggsjá (frá miðri 13du öld) er á einum stað rætt um árgalla eða óáran: „En árgalli verður með mörgum háttum. Það er stundum að óáran verður á korni og gefur þó jörð gras og hálm en stundum gefur hún hvorki" (Kgs45, 51). Síðan eru taldir upp ýmsir aðrir árgallar og sagt að ef þeir komi allir í senn og standi þrjá vetur þá geti það nálega horft til landauðnar. En versti árgallinn er þó ótalinn: „Nú er sá einn ótaldur árgalli er miklu er þyngri einn en allir þessir er nú höfum vér talda, ef óáran kann að koma í fólkið sjálft er byggir landið eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins. ... En ef óáran verður á fólkinu eða á siðum landsins þá standa þar miklu stærstir skaðar af, því að þá má ei kaupa af öðrum löndum með fé, hvorki siðu né manvit ef það týnist eða spillist er áður var í landinu" (Kgs45, 51). Þessum orðum er slöngvað til okkar gegnum aldir og hitta okkur í hjartastað nú ári eftir efnahagshrun, því að einmitt þetta hefur gerst. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu, þjóðinni sjálfri. Efnahagshrunið má því heita nánast rökrétt afleiðing af öðru fyrra hruni sem ekki er eins sýnilegt. Því að forsenda hrunsins er siðferðisbrestur, dómgreindarskortur og tillitsleysi sem birtist í taumlausri eigingirni, græðgi og brengluðu verðmætamati. Leiðsögumenn á þessum villigötum þjóðarinnar voru bankamenn og aðrir „athafnamenn" (er svo eru kallaðir) sem sýsluðu með „verðbréf" (sem svo eru kölluð) og leituðust við að halda uppi gerviverði þeirra með blekkingum og lánum, enda raunverulegt fé ekki fyrir hendi. Álengdar stóðu ráðherrar, þingmenn og forseti - og forstöðumenn eftirlitsstofnana - með gagnrýnislaust aðdáunarbros og lofsöngva - og fjölmiðlar sungu bakraddir. Og svo smitaðist því miður fjöldi landsmanna af frjálshyggjuveirunni og varð helsjúkur. Allt skyldi keypt með lánum. Var einna líkast því að kjörorðið væri: Sá er mestur sem skuldar mest - þótt allir þættust eiga allt. Þessi eltingaleikur við óþarfa lúxus bar auðvitað fyrst og fremst vott um flottræfilshátt og sýndarmennsku. Forn er þessi ábending Hávamála: Svo er auður / sem augabragð / hann er valtastur vina - og hefur nú ræst illilega sem oftar. Eftir hrun kemur tómarúm, enda var þjóðin nánast gáttuð og vissi vart sitt rjúkandi ráð. En raunveruleikinn blasir við undanbragðalaus eins og fyrri daginn. Og nú er að horfast í augu við hann og taka afleiðingum afglapanna, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og læra af mistökunum. Því miður virðist það ekki ganga of vel. Of margir hlaupa undan ábyrgð sinni. Það gildir ekki aðeins um stjórnmálamenn sem brugðust gersamlega upp til hópa, því að endanleg ábyrgð hvíldi á Alþingi. Alþingismenn báru ábyrgð á ríkisstjórn sem bar ábyrgð á eftirlitsstofnunum og seðlabanka sem bar ábyrgð á fjármálafyrirtækjum. Það gildir einnig um almenning. Hver og einn ber ábyrgð á eigin gerðum og skuldbindingum. Hafi menn látið glepjast af gylliboðum banka um lán til að sækjast eftir lúxus sem menn hafa engin efni á, þá hljóta þeir að bera sína ábyrgð. Eiga aðrir að sitja uppi með skuldir þeirra? Saklaust fólk sem hvergi lét glepjast? Er það hin nýja réttlætiskennd eftir hrunið? Hvar er það þjóðfélag statt þar sem menn geta keypt af sjálfum sér, selt sjálfum sér og lánað sjálfum sér - eins og enn viðgengst? Hvers er að vænta af þjóð sem ber ekki virðingu fyrir landi sínu, sögu eða tungumáli? Einna verst þótti mér þó að frétta af fjölda háskólanema sem sótti fé í atvinnuleysissjóð á meðan þeir voru í námi. Íslenska þjóðin gefur þessu fólki ókeypis háskólanám, sem er fjarri því að vera regla í öðrum löndum. Þessir nemendur launa þá miklu gjöf með því að svíkja fé úr almannasjóði ætluðum fólki sem hefur misst atvinnu sína. Ég hlýt að spyrja: Hvers virði er menntun fólks sem sýnir af sér þvílíka siðblindu? Hefur það ekki í raun fyrirgert rétti sínum til ókeypis æðri menntunar? Þjóðin stendur nú uppi skuldum vafin sakir afglapa fjárglæframanna og vanhæfni stjórnmálamanna. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu - eins og segir í Konungs skuggsjá. Þessi alvarlegi árgalli verður ekki leystur með lánum frá öðrum þjóðum. Þjóðin skuldar sjálfri sér endurskoðun á tilveru sinni og tilgangi. Sú skuld verður ekki greidd nema með endurheimtri siðferðisvitund. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar