Ef árgalli kemur í siðu Njörður P. Njarðvík skrifar 8. október 2009 06:00 Í þeirri fornu bók Konungs skuggsjá (frá miðri 13du öld) er á einum stað rætt um árgalla eða óáran: „En árgalli verður með mörgum háttum. Það er stundum að óáran verður á korni og gefur þó jörð gras og hálm en stundum gefur hún hvorki" (Kgs45, 51). Síðan eru taldir upp ýmsir aðrir árgallar og sagt að ef þeir komi allir í senn og standi þrjá vetur þá geti það nálega horft til landauðnar. En versti árgallinn er þó ótalinn: „Nú er sá einn ótaldur árgalli er miklu er þyngri einn en allir þessir er nú höfum vér talda, ef óáran kann að koma í fólkið sjálft er byggir landið eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins. ... En ef óáran verður á fólkinu eða á siðum landsins þá standa þar miklu stærstir skaðar af, því að þá má ei kaupa af öðrum löndum með fé, hvorki siðu né manvit ef það týnist eða spillist er áður var í landinu" (Kgs45, 51). Þessum orðum er slöngvað til okkar gegnum aldir og hitta okkur í hjartastað nú ári eftir efnahagshrun, því að einmitt þetta hefur gerst. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu, þjóðinni sjálfri. Efnahagshrunið má því heita nánast rökrétt afleiðing af öðru fyrra hruni sem ekki er eins sýnilegt. Því að forsenda hrunsins er siðferðisbrestur, dómgreindarskortur og tillitsleysi sem birtist í taumlausri eigingirni, græðgi og brengluðu verðmætamati. Leiðsögumenn á þessum villigötum þjóðarinnar voru bankamenn og aðrir „athafnamenn" (er svo eru kallaðir) sem sýsluðu með „verðbréf" (sem svo eru kölluð) og leituðust við að halda uppi gerviverði þeirra með blekkingum og lánum, enda raunverulegt fé ekki fyrir hendi. Álengdar stóðu ráðherrar, þingmenn og forseti - og forstöðumenn eftirlitsstofnana - með gagnrýnislaust aðdáunarbros og lofsöngva - og fjölmiðlar sungu bakraddir. Og svo smitaðist því miður fjöldi landsmanna af frjálshyggjuveirunni og varð helsjúkur. Allt skyldi keypt með lánum. Var einna líkast því að kjörorðið væri: Sá er mestur sem skuldar mest - þótt allir þættust eiga allt. Þessi eltingaleikur við óþarfa lúxus bar auðvitað fyrst og fremst vott um flottræfilshátt og sýndarmennsku. Forn er þessi ábending Hávamála: Svo er auður / sem augabragð / hann er valtastur vina - og hefur nú ræst illilega sem oftar. Eftir hrun kemur tómarúm, enda var þjóðin nánast gáttuð og vissi vart sitt rjúkandi ráð. En raunveruleikinn blasir við undanbragðalaus eins og fyrri daginn. Og nú er að horfast í augu við hann og taka afleiðingum afglapanna, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og læra af mistökunum. Því miður virðist það ekki ganga of vel. Of margir hlaupa undan ábyrgð sinni. Það gildir ekki aðeins um stjórnmálamenn sem brugðust gersamlega upp til hópa, því að endanleg ábyrgð hvíldi á Alþingi. Alþingismenn báru ábyrgð á ríkisstjórn sem bar ábyrgð á eftirlitsstofnunum og seðlabanka sem bar ábyrgð á fjármálafyrirtækjum. Það gildir einnig um almenning. Hver og einn ber ábyrgð á eigin gerðum og skuldbindingum. Hafi menn látið glepjast af gylliboðum banka um lán til að sækjast eftir lúxus sem menn hafa engin efni á, þá hljóta þeir að bera sína ábyrgð. Eiga aðrir að sitja uppi með skuldir þeirra? Saklaust fólk sem hvergi lét glepjast? Er það hin nýja réttlætiskennd eftir hrunið? Hvar er það þjóðfélag statt þar sem menn geta keypt af sjálfum sér, selt sjálfum sér og lánað sjálfum sér - eins og enn viðgengst? Hvers er að vænta af þjóð sem ber ekki virðingu fyrir landi sínu, sögu eða tungumáli? Einna verst þótti mér þó að frétta af fjölda háskólanema sem sótti fé í atvinnuleysissjóð á meðan þeir voru í námi. Íslenska þjóðin gefur þessu fólki ókeypis háskólanám, sem er fjarri því að vera regla í öðrum löndum. Þessir nemendur launa þá miklu gjöf með því að svíkja fé úr almannasjóði ætluðum fólki sem hefur misst atvinnu sína. Ég hlýt að spyrja: Hvers virði er menntun fólks sem sýnir af sér þvílíka siðblindu? Hefur það ekki í raun fyrirgert rétti sínum til ókeypis æðri menntunar? Þjóðin stendur nú uppi skuldum vafin sakir afglapa fjárglæframanna og vanhæfni stjórnmálamanna. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu - eins og segir í Konungs skuggsjá. Þessi alvarlegi árgalli verður ekki leystur með lánum frá öðrum þjóðum. Þjóðin skuldar sjálfri sér endurskoðun á tilveru sinni og tilgangi. Sú skuld verður ekki greidd nema með endurheimtri siðferðisvitund. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri fornu bók Konungs skuggsjá (frá miðri 13du öld) er á einum stað rætt um árgalla eða óáran: „En árgalli verður með mörgum háttum. Það er stundum að óáran verður á korni og gefur þó jörð gras og hálm en stundum gefur hún hvorki" (Kgs45, 51). Síðan eru taldir upp ýmsir aðrir árgallar og sagt að ef þeir komi allir í senn og standi þrjá vetur þá geti það nálega horft til landauðnar. En versti árgallinn er þó ótalinn: „Nú er sá einn ótaldur árgalli er miklu er þyngri einn en allir þessir er nú höfum vér talda, ef óáran kann að koma í fólkið sjálft er byggir landið eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins. ... En ef óáran verður á fólkinu eða á siðum landsins þá standa þar miklu stærstir skaðar af, því að þá má ei kaupa af öðrum löndum með fé, hvorki siðu né manvit ef það týnist eða spillist er áður var í landinu" (Kgs45, 51). Þessum orðum er slöngvað til okkar gegnum aldir og hitta okkur í hjartastað nú ári eftir efnahagshrun, því að einmitt þetta hefur gerst. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu, þjóðinni sjálfri. Efnahagshrunið má því heita nánast rökrétt afleiðing af öðru fyrra hruni sem ekki er eins sýnilegt. Því að forsenda hrunsins er siðferðisbrestur, dómgreindarskortur og tillitsleysi sem birtist í taumlausri eigingirni, græðgi og brengluðu verðmætamati. Leiðsögumenn á þessum villigötum þjóðarinnar voru bankamenn og aðrir „athafnamenn" (er svo eru kallaðir) sem sýsluðu með „verðbréf" (sem svo eru kölluð) og leituðust við að halda uppi gerviverði þeirra með blekkingum og lánum, enda raunverulegt fé ekki fyrir hendi. Álengdar stóðu ráðherrar, þingmenn og forseti - og forstöðumenn eftirlitsstofnana - með gagnrýnislaust aðdáunarbros og lofsöngva - og fjölmiðlar sungu bakraddir. Og svo smitaðist því miður fjöldi landsmanna af frjálshyggjuveirunni og varð helsjúkur. Allt skyldi keypt með lánum. Var einna líkast því að kjörorðið væri: Sá er mestur sem skuldar mest - þótt allir þættust eiga allt. Þessi eltingaleikur við óþarfa lúxus bar auðvitað fyrst og fremst vott um flottræfilshátt og sýndarmennsku. Forn er þessi ábending Hávamála: Svo er auður / sem augabragð / hann er valtastur vina - og hefur nú ræst illilega sem oftar. Eftir hrun kemur tómarúm, enda var þjóðin nánast gáttuð og vissi vart sitt rjúkandi ráð. En raunveruleikinn blasir við undanbragðalaus eins og fyrri daginn. Og nú er að horfast í augu við hann og taka afleiðingum afglapanna, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og læra af mistökunum. Því miður virðist það ekki ganga of vel. Of margir hlaupa undan ábyrgð sinni. Það gildir ekki aðeins um stjórnmálamenn sem brugðust gersamlega upp til hópa, því að endanleg ábyrgð hvíldi á Alþingi. Alþingismenn báru ábyrgð á ríkisstjórn sem bar ábyrgð á eftirlitsstofnunum og seðlabanka sem bar ábyrgð á fjármálafyrirtækjum. Það gildir einnig um almenning. Hver og einn ber ábyrgð á eigin gerðum og skuldbindingum. Hafi menn látið glepjast af gylliboðum banka um lán til að sækjast eftir lúxus sem menn hafa engin efni á, þá hljóta þeir að bera sína ábyrgð. Eiga aðrir að sitja uppi með skuldir þeirra? Saklaust fólk sem hvergi lét glepjast? Er það hin nýja réttlætiskennd eftir hrunið? Hvar er það þjóðfélag statt þar sem menn geta keypt af sjálfum sér, selt sjálfum sér og lánað sjálfum sér - eins og enn viðgengst? Hvers er að vænta af þjóð sem ber ekki virðingu fyrir landi sínu, sögu eða tungumáli? Einna verst þótti mér þó að frétta af fjölda háskólanema sem sótti fé í atvinnuleysissjóð á meðan þeir voru í námi. Íslenska þjóðin gefur þessu fólki ókeypis háskólanám, sem er fjarri því að vera regla í öðrum löndum. Þessir nemendur launa þá miklu gjöf með því að svíkja fé úr almannasjóði ætluðum fólki sem hefur misst atvinnu sína. Ég hlýt að spyrja: Hvers virði er menntun fólks sem sýnir af sér þvílíka siðblindu? Hefur það ekki í raun fyrirgert rétti sínum til ókeypis æðri menntunar? Þjóðin stendur nú uppi skuldum vafin sakir afglapa fjárglæframanna og vanhæfni stjórnmálamanna. Árgalli hefur komið í siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar landsins - og óáran hefur orðið á fólkinu - eins og segir í Konungs skuggsjá. Þessi alvarlegi árgalli verður ekki leystur með lánum frá öðrum þjóðum. Þjóðin skuldar sjálfri sér endurskoðun á tilveru sinni og tilgangi. Sú skuld verður ekki greidd nema með endurheimtri siðferðisvitund. Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun