LeBron með þrennu annan leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 08:58 LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Mynd/GettyImages LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira