Innlent

Vara við frekari hækkunum á áfengi og tóbak

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, er formaður efnahags- og skattanefndar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, er formaður efnahags- og skattanefndar. Mynd/Arnþór Birkisson
Meirihluti efnahags- og skattanefndar Alþingis varar við frekari gjaldhækkunum á áfengi og tóbaki. Gjöldin eiga að hækka um 10% um næstu áramót.

Gert er ráð fyrir því að hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi skili rúmum einum milljarði í ríkiskassann á næsta ári.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd telja einboðið að hækkun muni ekki skila sér í ríkiskassann þar sem salan muni dragast meira saman en gert er ráð fyrir. Benda þeir meðal annars á að neytendur séu nú mun næmari fyrir breytingum á verði en áður þar sem ráðstöfunartekjur heimilanna hafi minnkað í kjölfar kreppunnar.

Meirihluti nefndarinnar tekur að nokkur leyti undir þetta sjónarmið og telur að fara þurfi varlega í frekari gjaldahækkanir af þessum toga - eins og segir í áliti meirihluta efnahags- og skattanefndar.

Rætt var um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær en þingfundi lauk um klukkan hálf þrjú í nótt. Þriðja og síðasta umræða um þess frumvörp fer væntanlega fram á mánudag en miðað er við að skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar taki gildi um næstu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×