Innlent

Ökuníðingurinn ók á sex bíla

Eftirförinni lauk í Lindarhverfi í Kópavogi þegar ökumaðurinn velti bifreiðinni á horni Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar.
Eftirförinni lauk í Lindarhverfi í Kópavogi þegar ökumaðurinn velti bifreiðinni á horni Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar.
Maðurinn sem var handtekinn fyrr í dag eftir að lögregla veitti honum eftirför ók á fjórar bifreiðar áður en hann velti bifreiðinni sem hann ók. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. Hann var í annarlegu ástandi. Tveir lögreglumenn leituðu til slysadeildar eftir eftirförina.

Lögregla segir að veruleg hætta hafi stafað af manninum sem ók á ofsahraða frá Hafnarfirði og inn í Kópavog, meðal annars á móti umferð. Hann ók sex bifreiðar, þar á meðal eina sem var kyrrstæð við Smáralind og fjórar lögreglubifreiðar.

Í bílnum var auk þess stúlka á þrítugsaldri og voru þau bæði handtekin eftir að lögregla náði þeim út úr bifreiðinni. Þau slösuðust ekki og voru í framhaldinu færð á lögreglustöð. Þar verða þau yfirheyrð í kvöld eða í fyrramálið, að sögn varðstjóra.


Tengdar fréttir

Mikil hætta stafaði af ökumanni á stolnum bíl

Ökumaður á stolnum bíl var handtekinn í grennd við verslunarmiðstöðuna Smáralind nú fyrir skömmu. Lögregla veitti manninum eftirför sem ók á móti umferð. Mikil hætta stafaði af manninum, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×