Innlent

Fjarðarheiði ófær

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Víða um suðaustur- og austurströndina er ekkert ferðaveður og eru vegfarendur beðnir um að leita sér upplýsingar um færð og veður áður en lagt er á stað. Sérstaklega er varað við óveðri á Fjarðarheiði sem er ófær, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru í uppsveitum Suðurlandi. Á Vesturlandi og á Vestfjörðum eru vegir greiðfærir þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka á Vatnsskarði, snjóþekja á Öxnadalsheiði og mokstur stendur yfir.

Á Norðausturlandi er þæfingur og snjókoma á Mývatnsöræfum, Mývatnssveit og á Vopnafjarðarheiði, hálka og skafrenningur á Mývatnsheiði, snjóþekja og snjókoma í Víkurskarði og Ljósavatnsskarði, snjóþekja á Hólasandi. Hálka, hálkublettir, skafrenningur og éljagangur á öðrum leiðum.

Austanlands er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra. Þungfært er á Háreksstaðaleið, Fagradal og Oddsskarði, mokstur stendur yfir. Þæfingur er frá Fáskrúðsfirði í Breiðdalsvík og á Möðrudalsöræfum, mokstur stendur yfir.

Hálkublettir með ströndinni í Höfn. Þungfært og stórhríð er á Breiðdalsheiði. Ófært og óveður er á Öxi.

Á Suðausturlandi er óveður og hálka frá Lómagnúpi í Kvísker eins fyrir Hvalnes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×