Forsetinn fjallaði um framtíð norðurslóða 7. október 2009 10:38 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun opnunarræðu á alþjóðlegu fræðaþingi sem haldið er af Háskólanum í Bergen í Noregi. Fræðaþingið fjallar um framtíð norðurslóða, aukið mikilvægi þeirra á komandi árum og nauðsyn víðtækra rannsókna og stefnumótunar með sérstakri áherslu á tækifæri og hlutverk Norðurlanda. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að í ræðu sinni sem bar heitið „The new North: An intellectual frontier" hafi forsetinn áréttað að síðastliðin tíu ár eða svo hefði hann hvatt til aukinna rannsókna, nýrrar stefnumótunar og víðtækrar samvinnu ríkja á norðurslóðum, meðal annars með þátttöku í stofnun Rannsóknarþings norðursins. „Þar koma saman fræðimenn, leiðtogar þjóða og héraða sem og embættismenn og sérfræðingar. Mikilvægi norðurslóða á komandi árum helgaðist einkum af því að loftslagsbreytingar gerast þar mun hraðar en annars staðar í veröldinni, þar er að finna um fjórðung vannýttrar orku heimsins og bráðnun íss getur opnað nýjar siglingaleiðir milli Asíu og Evrópu. Þessar breytingar hafa í för með sér að margvíslegar spurningar vakna, svo sem um eðli milliríkjasamninga og mannréttindi þjóðarbrota." Þá segir að breytingar á norðurslóðum leiði meðal annars til þess að Norðurlönd hljóti að skoða samvinnu sína við Rússland, Kanada og Bandaríkin á nýjan hátt og ljóst sé að Evrópusambandið sýni þessu svæði stóraukinn áhuga. Jafnframt knýja þjóðarbrot og þjóðflokkar sem átt hafa langa búsetu á þessum slóðum á um aukin réttindi og lýðræðislega aðild að ákvörðunum. „Forseti rakti einnig hvernig Norðurskautsráðið hefði þróast á jákvæðan hátt og nýta mætti það sem fyrirmynd ríkjasamstarfs á Himalajasvæðinu, en bráðnun jökla þar mun skapa þjóðum í Asíu geigvænleg vandamál. Forseti hvatti til þess að háskólar og aðrar stofnanir tækju saman höndum um að mynda umræðuvettvang þar sem framtíð norðurslóða og Himalajasvæðisins væri á dagskrá og athyglinni væri beint að því hvað þjóðirnar á þessum ólíku svæðum geta lært hver af annarri. Norðurlönd hefðu í þessum efnum miklu hlutverki að gegna en nauðsynlegt væri að stefnumótun komandi ára byggðist á víðtækum rannsóknum vísindamanna og samvinnu háskóla og fræðastofnana," segir ennfremur. Ræðu forseta má nálgast á vefsetri forsetaembættisins, forseti.is. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun opnunarræðu á alþjóðlegu fræðaþingi sem haldið er af Háskólanum í Bergen í Noregi. Fræðaþingið fjallar um framtíð norðurslóða, aukið mikilvægi þeirra á komandi árum og nauðsyn víðtækra rannsókna og stefnumótunar með sérstakri áherslu á tækifæri og hlutverk Norðurlanda. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að í ræðu sinni sem bar heitið „The new North: An intellectual frontier" hafi forsetinn áréttað að síðastliðin tíu ár eða svo hefði hann hvatt til aukinna rannsókna, nýrrar stefnumótunar og víðtækrar samvinnu ríkja á norðurslóðum, meðal annars með þátttöku í stofnun Rannsóknarþings norðursins. „Þar koma saman fræðimenn, leiðtogar þjóða og héraða sem og embættismenn og sérfræðingar. Mikilvægi norðurslóða á komandi árum helgaðist einkum af því að loftslagsbreytingar gerast þar mun hraðar en annars staðar í veröldinni, þar er að finna um fjórðung vannýttrar orku heimsins og bráðnun íss getur opnað nýjar siglingaleiðir milli Asíu og Evrópu. Þessar breytingar hafa í för með sér að margvíslegar spurningar vakna, svo sem um eðli milliríkjasamninga og mannréttindi þjóðarbrota." Þá segir að breytingar á norðurslóðum leiði meðal annars til þess að Norðurlönd hljóti að skoða samvinnu sína við Rússland, Kanada og Bandaríkin á nýjan hátt og ljóst sé að Evrópusambandið sýni þessu svæði stóraukinn áhuga. Jafnframt knýja þjóðarbrot og þjóðflokkar sem átt hafa langa búsetu á þessum slóðum á um aukin réttindi og lýðræðislega aðild að ákvörðunum. „Forseti rakti einnig hvernig Norðurskautsráðið hefði þróast á jákvæðan hátt og nýta mætti það sem fyrirmynd ríkjasamstarfs á Himalajasvæðinu, en bráðnun jökla þar mun skapa þjóðum í Asíu geigvænleg vandamál. Forseti hvatti til þess að háskólar og aðrar stofnanir tækju saman höndum um að mynda umræðuvettvang þar sem framtíð norðurslóða og Himalajasvæðisins væri á dagskrá og athyglinni væri beint að því hvað þjóðirnar á þessum ólíku svæðum geta lært hver af annarri. Norðurlönd hefðu í þessum efnum miklu hlutverki að gegna en nauðsynlegt væri að stefnumótun komandi ára byggðist á víðtækum rannsóknum vísindamanna og samvinnu háskóla og fræðastofnana," segir ennfremur. Ræðu forseta má nálgast á vefsetri forsetaembættisins, forseti.is.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira