Skoðun

Meira um Lottó

Ágúst Guðmundsson skrifar

Um daginn benti ég á fjármögnunarleið fyrir listirnar í landinu, en hún felst í því að láta hluta lottóarðsins ganga til menningarmála. Í Finnlandi var í fyrra farið í sérstakt menningarátak sem byggðist einkum á auknu fjármagni frá lottóinu þar í landi; engin grein fékk þar meira í sinn hlut en kvikmyndagerðin. Finnski menntamálaráðherrann sagði drjúgur í viðtali að kvikmyndafólkið hefði beðið um hækkun upp á 1,2 milljónir evra, en fengið 1,7. Svipuð stefnubreyting var gerð í Noregi fyrir fimm árum, enda hefur árangur norskra kvikmynda verið í samræmi við það.

Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.






Skoðun

Sjá meira


×