Nýir skattar hækka höfuðstól íbúðalána um 15-16 milljarða 19. nóvember 2009 12:11 Skattabreytingarnar sem kynntar hafa verið munu leiða til 15-16 milljarða kr. hækkunar á höfuðstól íbúðalána landsmanna á komandi mánuðum. Þegar frá líður mun hækkun á beinum og óbeinum sköttum þó verða til þess að minnka verðbólguþrýsting vegna neikvæðra áhrifa á innlenda eftirspurn.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rætt er um áhrif hærri skatta á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð íbúðalán. Greiningin segir að þær skattabreytingar sem ríkisstjórnin kynnti í gær munu að mati greiningarinnar leiða til u.þ.b. 1,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs á fyrsta fjórðungi næsta árs.Í grófum dráttum er skipting þessara áhrifa þannig að hækkun virðisaukaskatts er líkleg til að valda 0,9% hækkun á vísitölu neysluverðs en hækkun vörugjalda og orku-, auðlinda og umhverfisskattar munu beint og óbeint leiða til 0,4% hækkunar vísitölunnar.Þrátt fyrir umfangsmiklar skattahækkanir um næstu áramót verða skatttekjur ríkissjóðs í hlutfalli við landsframleiðslu með því lægsta sem verið hefur undanfarin ár. Kemur þar meðal annars til hrun ýmissa skattstofna sem gefið hafa drjúgar tekjur síðustu ár, og má þar nefna tekjuskatta lögaðila og vörugjald af ökutækjum.Skatttekjur ríkissjóðs stefna í að nema 24% af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Þetta hlutfall náði hins vegar hámarki í 31% árin 2005 og 2006. Í þessari þróun endurspeglast sú sveiflujöfnun sem innbyggð er í opinber fjármál, þar sem skatttekjur minnka að öðru óbreyttu þegar í harðbakkann slær á meðan útgjöld aukast, til dæmis vegna aukins atvinnuleysis.Hins vegar hlýtur að teljast bagalegt að þróun helstu skatthlutfalla hafi verið á þann veg að lækka í góðærinu og hækka svo að nýju í kreppunni. Á þann hátt hafa opinber fjármál heldur magnað hagsveifluna en hitt.Greining segir ennfremur að ljóst sé að flækjustig skattkerfisins eykst verulega á komandi ári, og er það viðsnúningur frá þeirri þróun í átt til einfaldara og gegnsærra skattkerfis sem einkennt hefur undanfarin ár.Flóknara skattkerfi fylgir aukin sóun, því umsýsla þess krefst vinnuframlags sem ella væri varið í aðra starfsemi, en umsýsla með skatta er í eðli sínu aðeins tilfærsla á fjármunum. Þá er ónefnd sú vinna og fjármunir sem kostað verður til þess að lágmarka skattgreiðslur einstaklinga og fyrirtækja, svo ekki sé minnst á aukinn hvata til undanskota sem felst í stighækkandi tekjuskattkerfi og flóknara álagningarkerfi óbeinna skatta.Einnig má nefna þau vinnuletjandi áhrif, og minni hvata til framhaldsmenntunar, sem felst í fjölþrepa skattkerfi. Hærri prósenta fjármagnstekjuskatts dregur einnig úr sparnaðarhneigð í hagkerfinu, sem raunar kann að draga úr samdrætti einkaneyslu til skemmri tíma en getur, þegar til lengdar lætur, reynst dragbítur á innlenda fjárfestingu, og þar með hagvöxt. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Skattabreytingarnar sem kynntar hafa verið munu leiða til 15-16 milljarða kr. hækkunar á höfuðstól íbúðalána landsmanna á komandi mánuðum. Þegar frá líður mun hækkun á beinum og óbeinum sköttum þó verða til þess að minnka verðbólguþrýsting vegna neikvæðra áhrifa á innlenda eftirspurn.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rætt er um áhrif hærri skatta á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð íbúðalán. Greiningin segir að þær skattabreytingar sem ríkisstjórnin kynnti í gær munu að mati greiningarinnar leiða til u.þ.b. 1,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs á fyrsta fjórðungi næsta árs.Í grófum dráttum er skipting þessara áhrifa þannig að hækkun virðisaukaskatts er líkleg til að valda 0,9% hækkun á vísitölu neysluverðs en hækkun vörugjalda og orku-, auðlinda og umhverfisskattar munu beint og óbeint leiða til 0,4% hækkunar vísitölunnar.Þrátt fyrir umfangsmiklar skattahækkanir um næstu áramót verða skatttekjur ríkissjóðs í hlutfalli við landsframleiðslu með því lægsta sem verið hefur undanfarin ár. Kemur þar meðal annars til hrun ýmissa skattstofna sem gefið hafa drjúgar tekjur síðustu ár, og má þar nefna tekjuskatta lögaðila og vörugjald af ökutækjum.Skatttekjur ríkissjóðs stefna í að nema 24% af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Þetta hlutfall náði hins vegar hámarki í 31% árin 2005 og 2006. Í þessari þróun endurspeglast sú sveiflujöfnun sem innbyggð er í opinber fjármál, þar sem skatttekjur minnka að öðru óbreyttu þegar í harðbakkann slær á meðan útgjöld aukast, til dæmis vegna aukins atvinnuleysis.Hins vegar hlýtur að teljast bagalegt að þróun helstu skatthlutfalla hafi verið á þann veg að lækka í góðærinu og hækka svo að nýju í kreppunni. Á þann hátt hafa opinber fjármál heldur magnað hagsveifluna en hitt.Greining segir ennfremur að ljóst sé að flækjustig skattkerfisins eykst verulega á komandi ári, og er það viðsnúningur frá þeirri þróun í átt til einfaldara og gegnsærra skattkerfis sem einkennt hefur undanfarin ár.Flóknara skattkerfi fylgir aukin sóun, því umsýsla þess krefst vinnuframlags sem ella væri varið í aðra starfsemi, en umsýsla með skatta er í eðli sínu aðeins tilfærsla á fjármunum. Þá er ónefnd sú vinna og fjármunir sem kostað verður til þess að lágmarka skattgreiðslur einstaklinga og fyrirtækja, svo ekki sé minnst á aukinn hvata til undanskota sem felst í stighækkandi tekjuskattkerfi og flóknara álagningarkerfi óbeinna skatta.Einnig má nefna þau vinnuletjandi áhrif, og minni hvata til framhaldsmenntunar, sem felst í fjölþrepa skattkerfi. Hærri prósenta fjármagnstekjuskatts dregur einnig úr sparnaðarhneigð í hagkerfinu, sem raunar kann að draga úr samdrætti einkaneyslu til skemmri tíma en getur, þegar til lengdar lætur, reynst dragbítur á innlenda fjárfestingu, og þar með hagvöxt.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent