Viðskipti innlent

Nýr skiptastjóri við hlið Erlendar í þrotabúi Baugs

MYND/GVA

Nýr skiptastjóri hefur verið skipaður í þrotabúi Baugs við hlið Erlendar Gíslasonar hjá Logos. Í tilkynningu frá LOGOS segir að vegna undangenginnar umræðu um hæfi LOGOS til að annast skiptastjórn í þrotabúi Baugs hafi LOGOS farið fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að annar skiptastjóri yrði skipaður.

Dómurinn varð við því og hefur Anna Kristín Traustadóttir, löggiltur endurskoðandi hjá Ernst & Young, verið gerð að skiptastjóra. Í erindi LOGOS lögmannsþjónustu vegna þessa máls til Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að fyrirsjáanlegt væri að þáttur endurskoðenda í skiptaferlinu yrði ríkur.

„Enda þótt skiptastjóri hafi heimild til að ráða slíkan sérfræðing til að starfa fyrir þrotabúið var það mat Erlendar Gíslasonar skiptastjóra að heppilegra væri að skipaður yrði löggiltur endurskoðandi í þetta verkefni sérstaklega sem skiptastjóri og bæri þar með réttindi og skyldur sem slíkur. Með tveimur skiptastjórum er vonast til að sátt skapist um það mikla og flókna starf sem framundan er vegna skipta þrotabúsins," segir að lokum í tilkynningu frá LOGOS.




Tengdar fréttir

Lögmenn LOGOS ekki vanhæfir í Baugsmáli

Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri lögmannsstofunnar LOGOS telur stofuna ekki vanhæfa til þess að fjalla um málefni Baugs Group. Erlendur Gíslason einn af eigendum stofunnar var skipaður skiptastjóri Baugs í morgun. Hann segir 55 lögfræðinga starfa hjá stofunni og þó einn starfsmaður sem starfi hjá LOGOS í London hafi eitt sinn unnið fyrir Baug geri það stofuna ekki vanhæfa.

Logos vann lögfræðiálit fyrir Baug

Faglegur framkvæmdarstjóri lögfræðistofunnar Logos, Gunnar Sturluson, stendur við það að lögmenn stofunnar hafi aldrei unnið fyrir Baug í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér rétt fyrir hádegi. Í frétt sem birtist frá Vísi fyrr í morgun kom fram að hæstaréttarlögmaðurinn Hákon Árnason hafi verið falið að sjá um undirbúning fyrir málshöfðun Baugs gegn ríkinu árið 2005.

Logos vann víst fyrir Baug

Lögfræðistofan Logos fór með skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir hönd Baugs Group árið 2005. Það gengur þvert á ummæli Gunnars Sturlusonar, lögfræðings Logos sem sagði í viðtali við Vísi á föstudaginn að lögmenn stofunnar hefðu ekki starfað fyrir Baug.

Segist hafa útskýrt málin fyrir dómara

Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, mun halda áfram sem skiptastjóri þrotabús Baugs, þrátt fyrir gagnrýni í fjölmiðlum vegna starfa sem lögmannsstofan Logos, sem Erlendur er meðeigandi í, vann vegna

Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs

Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.

LOGOS vann að yfirtöku Baugs á Mosaic

LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×