Það fóru tveir leikir fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og íslenskir þjálfarar stýrðu sínum liðum til sigurs í þeim báðum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu stórsigur á Düsseldorf á sama tíma og lærisveinar Dags Sigurðssonar unnu nauman útisigur á Balingen-Weilstetten.
Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin sem var nærri því búið að missa frá sér sigurinn í lokin á móti botnliði Balingen-Weilstetten. Füchse Berlin var 23-20 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Balingen-Weilstetten tókst ekki ajagna úr síðustu sókninni sinni og Berlínarliðið vann 24-23.
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í öruggum þrettán marka útisigri Kiel, 33-20, á HSG Düsseldorf. Sturla Ásgfeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf í leiknum. Kiel var 18-6 yfir í hálfeik.
Kiel er á toppi þýsku deildarinnar með 21 stig af 22 mögulegum en Füchse Berlin er í 10. sætinu níu stigum á eftir og búið að spila leik meira.
Íslensku þjálfararnir fögnuðu sigri í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn



Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn

Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn



Arsenal að stela Eze frá Tottenham
Enski boltinn