Ráku eigin banka á Íslandi vegna hagstæðra skatta 5. nóvember 2009 06:00 Daily Mail Breska götublaðið er rekið af alþjóðlegu stórfyrirtæki sem stofnaði keðju fyrirtækja á Íslandi til þess að stunda lánveitingar innan samstæðunnar.Nordicphotos/AFP Breska fjölmiðlasamsteypan Daily Mail and General Trust plc. hefur undanfarin ár rekið fjögur íslensk dótturfélög, sem hafa annast lánveitingar milli félaga innan samsteypunnar. Umsvifin nema milljörðum króna árlega. Hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja hefur laðað fyrirtækin að landinu. Ársreikningar þeirra benda til að þau séu að undirbúa að flytjast úr landi í kjölfar efnahagshrunsins, segir löggiltur endurskoðandi sem gluggaði í ársreikninga þeirra fyrir Fréttablaðið. Uppbygging þessara dótturfélaga er þannig að fyrirtækið DMG Atlantic, sem er breskt félag, er skráður eigandi íslenska félagsins DMG Holdings. DMG Holdings virðist hafa það hlutverk að halda utan um eignarhald og greiða skatta DMG félaganna hér á landi. DMG Holdings á Íslandi var í 8. sæti yfir þá lögaðila sem greiða hæstan tekjuskatt á Íslandi í ár, eða rúmar 160 milljónir króna. Dótturfélögin eru DMG Finance, sem er aftur skráður eigandi í DMG Lending og DMG Investments. DMG Finance hefur rúmlega 1,2 milljarða Bandaríkjadala, eða um 150 milljarða íslenskra króna, í hlutafé, og DMG investmenst hefur 129 milljarða japanskra jena, eða um 180 milljarða króna í skráð hlutafé. DMG Lending var afskráð hér á landi 21. september sl. Baldvin Björn Haraldsson, sem hefur verið lögfræðingur DMG hér á landi og setið í stjórn tveggja félaganna, segir að starfsemin hafi ekki verið önnur en sú að hingað hafi borist fjármunir sem eru notaðir til þess að fjármagna lán til annarra félaga í samstæðunni. Hagstæðir skattar hafi laðað starfsemina að landinu. Umsvifin ráðist af aðstæðum innan samstæðunnar hverju sinni. „Það má segja að þeir hafi stofnað banka hérna til þess að lána til tengdra aðila og spara sér skattgreiðslur,“ segir löggiltur endurskoðandi sem gluggaði í ársreikninga félaganna fjögurra fyrir Fréttablaðið. „Hugmyndin með lækkun fjármagnstekjuskatta á sínum tíma var að fá hingað fyrirtæki af þessu tagi.“ Endurskoðandinn segir að ársreikningarnir sýni að eitt félaganna sé breskur skattþegn frá 1. apríl 2008. Það sé vísbending um að til standi að draga úr starfseminni hér á landi og komi ekki á óvart í ljósi efnahagsaðstæðna og hugmynda um að hækka skatta á fyrirtæki.peturg@frettabladid.is Tengdar fréttir Skattalegar ástæður „Þessi fyrirtæki eru hér af skattalegum ástæðum, þau greiða minni skatta en ef þau væru í Bretlandi,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, hdl., sem á sæti í stjórnum DMG Lending og DMG Investments á Íslandi. Hann segir að starfsemi DMG fyrirtækjanna á Íslandi snúist um lánveitingar milli fyrirtækja innan DMG-samstæðunnar. 5. nóvember 2009 02:15 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Breska fjölmiðlasamsteypan Daily Mail and General Trust plc. hefur undanfarin ár rekið fjögur íslensk dótturfélög, sem hafa annast lánveitingar milli félaga innan samsteypunnar. Umsvifin nema milljörðum króna árlega. Hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja hefur laðað fyrirtækin að landinu. Ársreikningar þeirra benda til að þau séu að undirbúa að flytjast úr landi í kjölfar efnahagshrunsins, segir löggiltur endurskoðandi sem gluggaði í ársreikninga þeirra fyrir Fréttablaðið. Uppbygging þessara dótturfélaga er þannig að fyrirtækið DMG Atlantic, sem er breskt félag, er skráður eigandi íslenska félagsins DMG Holdings. DMG Holdings virðist hafa það hlutverk að halda utan um eignarhald og greiða skatta DMG félaganna hér á landi. DMG Holdings á Íslandi var í 8. sæti yfir þá lögaðila sem greiða hæstan tekjuskatt á Íslandi í ár, eða rúmar 160 milljónir króna. Dótturfélögin eru DMG Finance, sem er aftur skráður eigandi í DMG Lending og DMG Investments. DMG Finance hefur rúmlega 1,2 milljarða Bandaríkjadala, eða um 150 milljarða íslenskra króna, í hlutafé, og DMG investmenst hefur 129 milljarða japanskra jena, eða um 180 milljarða króna í skráð hlutafé. DMG Lending var afskráð hér á landi 21. september sl. Baldvin Björn Haraldsson, sem hefur verið lögfræðingur DMG hér á landi og setið í stjórn tveggja félaganna, segir að starfsemin hafi ekki verið önnur en sú að hingað hafi borist fjármunir sem eru notaðir til þess að fjármagna lán til annarra félaga í samstæðunni. Hagstæðir skattar hafi laðað starfsemina að landinu. Umsvifin ráðist af aðstæðum innan samstæðunnar hverju sinni. „Það má segja að þeir hafi stofnað banka hérna til þess að lána til tengdra aðila og spara sér skattgreiðslur,“ segir löggiltur endurskoðandi sem gluggaði í ársreikninga félaganna fjögurra fyrir Fréttablaðið. „Hugmyndin með lækkun fjármagnstekjuskatta á sínum tíma var að fá hingað fyrirtæki af þessu tagi.“ Endurskoðandinn segir að ársreikningarnir sýni að eitt félaganna sé breskur skattþegn frá 1. apríl 2008. Það sé vísbending um að til standi að draga úr starfseminni hér á landi og komi ekki á óvart í ljósi efnahagsaðstæðna og hugmynda um að hækka skatta á fyrirtæki.peturg@frettabladid.is
Tengdar fréttir Skattalegar ástæður „Þessi fyrirtæki eru hér af skattalegum ástæðum, þau greiða minni skatta en ef þau væru í Bretlandi,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, hdl., sem á sæti í stjórnum DMG Lending og DMG Investments á Íslandi. Hann segir að starfsemi DMG fyrirtækjanna á Íslandi snúist um lánveitingar milli fyrirtækja innan DMG-samstæðunnar. 5. nóvember 2009 02:15 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Skattalegar ástæður „Þessi fyrirtæki eru hér af skattalegum ástæðum, þau greiða minni skatta en ef þau væru í Bretlandi,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, hdl., sem á sæti í stjórnum DMG Lending og DMG Investments á Íslandi. Hann segir að starfsemi DMG fyrirtækjanna á Íslandi snúist um lánveitingar milli fyrirtækja innan DMG-samstæðunnar. 5. nóvember 2009 02:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent