Viðskipti innlent

Seðlabankinn: Kaupmáttur rýrnar um 15% á næsta ári

Seðlabankinn hefur endurskoðað spá sína hvað þróun kaupmáttar varðar og reiknar nú með að hún nemi 15% á næsta ári. Þetta er tvöfalt meiri rýrnun en bankinn hafði áður spáð en í ágúst hljóðaði spáin upp á 7,4% rýrnun á næsta ári.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í Seðlabankanum sem var að ljúka til að kynna vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun og ræða horfurnar framundan. Þar kom fram að spáin fyrir kaupmáttarrýrnunin í ár verði hin sama og áður var spáð eða um 19%.

Ástæður þessa eru m.a. þær að beinir skattar munu hækka meir á næsta ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir áður. Fjallað er um þessar skattahækkanir í ritinu Peningamál sem komið er út.

Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps stjórnvalda gerir ráð fyrir því að skatttekjur vaxi um 61 milljarða kr. frá áætluðum skatttekjum ársins 2009 þar sem tæpir 38 milljarðar kr. komi frá beinum sköttum, 8 milljarða kr. frá óbeinum sköttum og 16 milljarðar kr. frá nýjum orku-, umhverfis- og auðlindasköttum. Þetta

er aukning nafntekna, en beinar aðgerðir á tekjuhlið nema 40 milljörðum kr.

Í ritinu Peningamál segir að skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu hækka við þessar aðgerðir um 3,3 prósentur og verða 27,1%. Á sama tíma lækka útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu um 3,3 prósentur og verða 39,8%. Afkomubatinn milli ára yrði því 5,3% af landsframleiðslu.

Beinar aðgerðir til að draga úr útgjöldum nema tæpum 43 ma.kr. samkvæmt frumvarpinu og skiptast jafnt niður á þrjá helstu útgjaldaflokkana, eins og gert var ráð fyrir í síðustu spá.

Núverandi spá gerir hins vegar ekki ráð fyrir að þetta gangi að öllu leyti eftir og byggist sú forsenda á reynslu undanfarinna ára. Jafnframt er spáin lækkuð um sem nemur minni samdrætti í samneyslu sveitarfélaga. Fjölmörg sveitarfélög hafa brugðist hratt við breyttum aðstæðum og skorið niður útgjöld. Staða þeirra er þó mjög misjöfn og erfitt að fá nægilega góða heildarmynd af henni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×