Skert kennsla krefst sannfærandi raka 19. desember 2009 04:15 Katrín Jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að mjög sannfærandi rök þurfi að koma til ef stytta eigi kennslutíma nemenda í grunnskólum landsins. Hún hefur kallað eftir greiningu á tíu milljarða króna kostnaðarauka innan grunnskólans á undanförnum árum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kynnt ráðuneytinu leiðir til að spara 1,5 milljarða á ári á næstu tveim skólaárum. Leiðin sem helst er horft til er að skerða kennslustundir um þrjár til fimm á viku, minnst hjá yngstu bekkjunum. Hagræðingarkrafa til grunnskólanna er 3,5 milljarðar á ári. Í ljósi þess að grunnskólinn er langstærsti einstaki kostnaðarliður sveitarfélaganna er talið að þar sé helsta matarholan til sparnaðar. Rökræðan á milli sveitarfélaganna og kennaraforystunnar um sparnaðarleiðir stendur yfir en kennarar hafa alfarið hafnað hugmyndum sveitarfélaganna. Katrín segir að í ráðuneytinu sé einungis horft á málið út frá hagsmunum nemenda. „Það er okkar hlutverk að standa vörð um þeirra hagsmuni. Sá kostnaðarauki sem hefur orðið í grunnskólanum á undanförnum árum hefur vaxið um tíu milljarða á undanförnum árum og ekki tengst með neinum hætti auknum kröfum ríkisins á hendur sveitarfélögunum. Nú þegar þarf að spara þurfa því að koma til mjög sannfærandi rök til að skera niður kennslustundir hjá nemendum.“ Katrín segist hafa beitt sér fyrir því að kennaraforystan og sveitarfélögin vinni að málinu í sátt. „Það er verið að leita að lausn fyrir öll sveitarfélögin í landinu á sama tíma og staða þeirra er mjög misjöfn. Sveitarfélögin þurfa að svara því hvort leiðir þeirra til lausna henti öllum,“ segir Katrín. Kennarar, líkt og Katrín, leggja áherslu á réttindi nemenda. Skerðing, í hvaða mynd sem hún yrði, feli í sér að gengið sé á hagsmuni barna sem nú séu á grunnskólaaldri. Sveitarfélögin hafa hins vegar bent á að lenging skólaársins sé nýtilkomin og vandséð að réttindasviftingin sé mikil. Spurð hvort verið sé að ganga á hagsmuni nemenda í því ljósi að stutt er síðan skólaárið var lengt svarar Katrín með þeim hætti að í alþjóðlegum samanburði sé Ísland rétt í meðallagi hvað varðar þann tíma sem börn verja í skólanum. „Samfélagið hefur gjörbreyst á tiltölulega stuttum tíma og meta þarf skerðingu á kennslu í því samhengi líka.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að mjög sannfærandi rök þurfi að koma til ef stytta eigi kennslutíma nemenda í grunnskólum landsins. Hún hefur kallað eftir greiningu á tíu milljarða króna kostnaðarauka innan grunnskólans á undanförnum árum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kynnt ráðuneytinu leiðir til að spara 1,5 milljarða á ári á næstu tveim skólaárum. Leiðin sem helst er horft til er að skerða kennslustundir um þrjár til fimm á viku, minnst hjá yngstu bekkjunum. Hagræðingarkrafa til grunnskólanna er 3,5 milljarðar á ári. Í ljósi þess að grunnskólinn er langstærsti einstaki kostnaðarliður sveitarfélaganna er talið að þar sé helsta matarholan til sparnaðar. Rökræðan á milli sveitarfélaganna og kennaraforystunnar um sparnaðarleiðir stendur yfir en kennarar hafa alfarið hafnað hugmyndum sveitarfélaganna. Katrín segir að í ráðuneytinu sé einungis horft á málið út frá hagsmunum nemenda. „Það er okkar hlutverk að standa vörð um þeirra hagsmuni. Sá kostnaðarauki sem hefur orðið í grunnskólanum á undanförnum árum hefur vaxið um tíu milljarða á undanförnum árum og ekki tengst með neinum hætti auknum kröfum ríkisins á hendur sveitarfélögunum. Nú þegar þarf að spara þurfa því að koma til mjög sannfærandi rök til að skera niður kennslustundir hjá nemendum.“ Katrín segist hafa beitt sér fyrir því að kennaraforystan og sveitarfélögin vinni að málinu í sátt. „Það er verið að leita að lausn fyrir öll sveitarfélögin í landinu á sama tíma og staða þeirra er mjög misjöfn. Sveitarfélögin þurfa að svara því hvort leiðir þeirra til lausna henti öllum,“ segir Katrín. Kennarar, líkt og Katrín, leggja áherslu á réttindi nemenda. Skerðing, í hvaða mynd sem hún yrði, feli í sér að gengið sé á hagsmuni barna sem nú séu á grunnskólaaldri. Sveitarfélögin hafa hins vegar bent á að lenging skólaársins sé nýtilkomin og vandséð að réttindasviftingin sé mikil. Spurð hvort verið sé að ganga á hagsmuni nemenda í því ljósi að stutt er síðan skólaárið var lengt svarar Katrín með þeim hætti að í alþjóðlegum samanburði sé Ísland rétt í meðallagi hvað varðar þann tíma sem börn verja í skólanum. „Samfélagið hefur gjörbreyst á tiltölulega stuttum tíma og meta þarf skerðingu á kennslu í því samhengi líka.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira