Erlent

Andlit Iceland keðjunnar rekið eftir kókaínhneyksli

Kerry Katona er ólíkindatól.
Kerry Katona er ólíkindatól.

Vandræðagemsinn Kerry Katona, sem áður var í hljómsveitinni Atomic Kitten, hefur verið rekin sem andlit Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi eftir kókaínhneyksli. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. Iceland keðjan var áður í eigu Baugs en nú eru skilanefndir Landsbankans og Glitnis stærstu hluthafarnir.

Birtar voru ljósmyndir og myndband af hinni 28 ára gömlu Kerry þar sem saug hvítt efni upp í nefið að heimili sínu í Wilmslow í Cheshire á Englandi. Á myndbandinu er Kerry í sömu fötum og hún var í þegar hún sótti börnin sín, þremur og hálfum tímum áður en myndbandið er tekið upp.

Í yfirlýsingu frá Iceland keðjunni kemur fram að þó fyrirtækið hafi staðið með Kerry áður þegar hún lenti í vandræðum með einkalífið þá sé ómögulegt að hún haldi starfi sínu eftir þetta hneyksli.

Kerry hefur verið andlit Iceland keðjunnar í fjögur ár. Í langan tíma hefur hún háð barátta hennar við vín og eiturlyf, sem og skrautlegt ástarlíf, verið milli tanna fólks.

Í yfirlýsingunni frá Iceland segir: „Lengst af hefur Kerry verið mikilvægur þáttur í auglýsingaherferðum okkar. En hún hefur einnig glímt við vandamál í einkalífinu. Við höfum alltaf stutt hana í þeim erfiðleikjum sem fylgja því að sinna hlutverki móður sem er í sviðsljósinu, en erfitt getur verið að sinna báðum hlutverkum. Hvað sem því líður, þá eru nýjustu ásakanirnar á hendur Kerry þess efnis, að við teljum ómögulegt að halda samstarfinu áfram. Við munum engu að síður halda áfram að aðstoða Kerry við að ná tökum á lífi sínu - óski hún eftir því."

Kerry vann hug og hjörtu Breta árið 2004, eftir að hún var hætt í Atomic Kitten. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum „I'm A Celebrity... Get Me Out of Here" Ar sem hún át pöddur og tókst á við aðrar áskoranir frumskógarlífs. Ári síðar samning upp á hundruði þúsunda punda við Iceland keðjuna.

Þessar miklu tekjur Kerry dugðu þó ekki til þegar Skattmann bankaði uppá hjá henni. Í ágúst í fyrra var hún dæmd gjaldþrota eftir að hafa sleppt því að greiða rúmlega 400 þúsund punda í skatt.

Kerry var gift söngvaranum og fyrrum Westlife meðlimnum, Bryan McFadden en þau eru skilin. Nú á hún í stormasömu sambandi Mark nokkurn Croft.

Kerry á fjögur börn og var kosin Besta fræga mamman tvö ár í röð, árin 2004 og 2005 - þrátt fyrir að hafa reykt og drukkið á meðgöngunni.

Hægt er að sjá myndbandið og umfjöllun News of the world hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×