Lokamótið á Silverstone í skugga deilna 17. júní 2009 10:25 Brawn liðið verður á heimavell á Silverstone þessa vikuna og Jenson Button mætir sem forystumaður i stigamótinu. mynd: kappakstur.is Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010. Ökumenn eru ekkert frá því að ný mótaröð sé vænn kostur, en líkur á því eru kannski ekki svo miklar og margir vilja meina að deilurnar séu stormur í vatnsglasi. Peninga og valdabarátta fárra manna og áhorfendur líði fyrir mál sem ættu að leysast innan veggja FIA og FOTA, alþjóða bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Mótið á Silverstone á sunnudaginn verður það síðasta á braut sem hefur verið í notkun frá árinu 1950 í Formúlu 1, en með nokkrum hléum þó. Mótshald flyst á Donington Park sem er klukkutíma akstur í norður frá Silverstone. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að Bernie Ecclestone og félag kappakstursökumanna sem rekur Silverstone komust ekki að samkomulagi um leyfisgjald og betri aðstöðu, en Ecclestone hefur veirð ósáttur við gæði brautarinnar síðustu ár. Á sama tíma mætir Jenson Button, heimamaður frá Frome í Bretlandi á brautina með gott forskot í stigamóti ökumanna. Bretar munu því fjölmenna á mót sem Lewis Hamilton vann í fyrra í grenjandi rigningu. Engin hefur staðist Button snúning, nema Sebastian Vettel í einu móti af sjö. Hin sex hefur Button unnið. "Við fáum mikla samkeppni á Silverstone þar sem brautin er háhraðabraut. Brautin er í sama klassa og Suzuka og Spa í mínum huga, eins sú besta á tímabilinu. Áhorfendur sjá hve hraðskreiðir Formúlu 1 bílar eru og ég kann sérstaklega vel við að keyra Becketts beygjukaflann. Þetta er eitt flottasta svæði í Formúlu 1 og gaman að horfa á bílanna á þessum stað. Hvað þá keyra þar", sagði Button um brautina. Button á vísan stuðning áhorfenda, en ljóst að McLaren, Ferrari, Renault og BMW verða fara gera eitthvað í sínum málum, eftir afar brösót gengi á árinu. "Karakter brautarinnar er svipaður og á Spáni og þar gekk okkur illa. En við vitum allavega hvað var að og látum það ekki endurtaka sig. Það var ekkert að bílnum, heldur brugðumst við ekki rétt við breyttum aðstæðum, meiri hita en við væntum. Misstum grip dekkjanna og allt fór handaskolum. Ég tel að bíllinn verði líka betri á Silverstone", segir Massa. Fjallað verður um mótið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 á fimmtudagskvöld og góðir gestir spretta úr spori í ökuhermi á brautinni. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010. Ökumenn eru ekkert frá því að ný mótaröð sé vænn kostur, en líkur á því eru kannski ekki svo miklar og margir vilja meina að deilurnar séu stormur í vatnsglasi. Peninga og valdabarátta fárra manna og áhorfendur líði fyrir mál sem ættu að leysast innan veggja FIA og FOTA, alþjóða bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Mótið á Silverstone á sunnudaginn verður það síðasta á braut sem hefur verið í notkun frá árinu 1950 í Formúlu 1, en með nokkrum hléum þó. Mótshald flyst á Donington Park sem er klukkutíma akstur í norður frá Silverstone. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að Bernie Ecclestone og félag kappakstursökumanna sem rekur Silverstone komust ekki að samkomulagi um leyfisgjald og betri aðstöðu, en Ecclestone hefur veirð ósáttur við gæði brautarinnar síðustu ár. Á sama tíma mætir Jenson Button, heimamaður frá Frome í Bretlandi á brautina með gott forskot í stigamóti ökumanna. Bretar munu því fjölmenna á mót sem Lewis Hamilton vann í fyrra í grenjandi rigningu. Engin hefur staðist Button snúning, nema Sebastian Vettel í einu móti af sjö. Hin sex hefur Button unnið. "Við fáum mikla samkeppni á Silverstone þar sem brautin er háhraðabraut. Brautin er í sama klassa og Suzuka og Spa í mínum huga, eins sú besta á tímabilinu. Áhorfendur sjá hve hraðskreiðir Formúlu 1 bílar eru og ég kann sérstaklega vel við að keyra Becketts beygjukaflann. Þetta er eitt flottasta svæði í Formúlu 1 og gaman að horfa á bílanna á þessum stað. Hvað þá keyra þar", sagði Button um brautina. Button á vísan stuðning áhorfenda, en ljóst að McLaren, Ferrari, Renault og BMW verða fara gera eitthvað í sínum málum, eftir afar brösót gengi á árinu. "Karakter brautarinnar er svipaður og á Spáni og þar gekk okkur illa. En við vitum allavega hvað var að og látum það ekki endurtaka sig. Það var ekkert að bílnum, heldur brugðumst við ekki rétt við breyttum aðstæðum, meiri hita en við væntum. Misstum grip dekkjanna og allt fór handaskolum. Ég tel að bíllinn verði líka betri á Silverstone", segir Massa. Fjallað verður um mótið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 á fimmtudagskvöld og góðir gestir spretta úr spori í ökuhermi á brautinni. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira