Innlent

Ráðið niðurlögum elds í Hátúni - myndir

Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í morgun. Eldurinn kviknaði laust upp úr klukkan tíu í morgun. Upptök eldsins má rekja til þess að iðnaðarmaður var að vinna með eld við þéttingar á þaki hússins. Maðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í húsinu.

Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru á vettvangi. Fimm slökkviliðsbílar voru á staðnum, tveir körfubílar og þrír dælubílar og tugir slökkviliðsmanna.









Fimm slökkvibílar voru á svæðinu.Mynd/ Valli

Tengdar fréttir

Eldur í þaki íþróttahúss fatlaðra

Eldur kviknaði á þaki íþróttahúss Íþróttafélags fatlaðra að Hátúni 14 í morgun og allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru nú á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×