Vonast eftir vaxtalækkun og afnámi hafta hið fyrsta 20. október 2009 00:01 Vilhjálmur Egilsson Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnurekanda (SA) fagna því að niðurstaða sé fengin í samningum Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. „Það skiptir okkur verulegu máli að okkur hafi tekist að ná samkomulagi við þessar þjóðir, því öll önnur mál hafa verið á bið hér. Nú er hægt að vinna að efnahagsáætlunum sem áttu að koma okkur úr þeim vandræðum sem við eru í," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Stöðugleikasáttmálinn hefur verið frosinn síðan í júní í þessari deilu og er nú kominn nálægt því að liðast í sundur. Þessi samningur er forsenda þess að við getum haldið áfram að vinna að honum," segir Gylfi sem vonar að Seðlabankinn lækki vexti og endurskoði gjaldeyrishöft sem fyrst. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, tekur undir það: „Samningurinn er stórt skref í þá átt að koma á eðlilegu flæði fjármagns til og frá landinu. Það þarf að nota það til að afnema höftin og lækka vexti. Þetta er eitt af því sem við erum að ræða á fundum um framlengingu stöðugleikasáttmálans." Vilhjálmur segir stöðuga fundi um stöðugleikasáttmálann þessa dagana en hann sé ekkert sérstaklega bjartsýnn um framhald hans. „Við erum auðvitað að vinna í málinu á þeim forsendum að hann haldi. Nú þurfum við bara að sjá hvaða viðbrögð fylgja Icesave-samningnum," segir Vilhjálmur sem segir lykilatriði að farið verði í stóru fjárfestingarnar í atvinnulífinu, álver og byggingu gagnavera. Þær séu mikilvægt skref til að komast út úr kreppunni, Auk þess sem gert sé ráð fyrir þeim í forsendum fjárlaga. Markmið þeirra hrynji ef ekki verði farið í þær. - sbt Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnurekanda (SA) fagna því að niðurstaða sé fengin í samningum Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. „Það skiptir okkur verulegu máli að okkur hafi tekist að ná samkomulagi við þessar þjóðir, því öll önnur mál hafa verið á bið hér. Nú er hægt að vinna að efnahagsáætlunum sem áttu að koma okkur úr þeim vandræðum sem við eru í," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Stöðugleikasáttmálinn hefur verið frosinn síðan í júní í þessari deilu og er nú kominn nálægt því að liðast í sundur. Þessi samningur er forsenda þess að við getum haldið áfram að vinna að honum," segir Gylfi sem vonar að Seðlabankinn lækki vexti og endurskoði gjaldeyrishöft sem fyrst. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, tekur undir það: „Samningurinn er stórt skref í þá átt að koma á eðlilegu flæði fjármagns til og frá landinu. Það þarf að nota það til að afnema höftin og lækka vexti. Þetta er eitt af því sem við erum að ræða á fundum um framlengingu stöðugleikasáttmálans." Vilhjálmur segir stöðuga fundi um stöðugleikasáttmálann þessa dagana en hann sé ekkert sérstaklega bjartsýnn um framhald hans. „Við erum auðvitað að vinna í málinu á þeim forsendum að hann haldi. Nú þurfum við bara að sjá hvaða viðbrögð fylgja Icesave-samningnum," segir Vilhjálmur sem segir lykilatriði að farið verði í stóru fjárfestingarnar í atvinnulífinu, álver og byggingu gagnavera. Þær séu mikilvægt skref til að komast út úr kreppunni, Auk þess sem gert sé ráð fyrir þeim í forsendum fjárlaga. Markmið þeirra hrynji ef ekki verði farið í þær. - sbt
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun