Viðskipti innlent

Finnur Árnason: Hagar ekki í gjörgæslu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir rangt að félagið sé gjörgæslu eins og slegið er upp á forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Hann segir rekstur félagsins þvert á móti ganga vel.

Í tilkynningu sem hann sendir frá sér harmar hann vinnubrögð Morgunblaðsins og segir markmið blaðsins að kasta rýrð á Haga. Hann segir afstöðu blaðsins og framsetningu á umræddri frétt með ólíkindum þar sem hann hafi skýrt tekið fram í samtali við blaðið að verið væri að framkvæma árlegt virðisrýrnunarpróf vegna ársuppgjörs félagsins.

Finnur segir virðisrýrnunarpróf hluta af reikningsskilum og eina af forsendum þess að endurskoðendur undirriti ársreikninga félagsins.

Þá ítrekar hann það sem kom fram í frétt Morgunblaðsins, að prófið sé í ár framkvæmt af fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings, en hafi áður verið framkvæmt af Capacent. Finnur segir virðisrýrnunarprófið í ár staðfesta traustan rekstur félagsins.




Tengdar fréttir

Kaupþing með Haga í gjörgæslu

Nýja Kaupþing er með þriggja manna teymi sérfræðinga á sviði útlána og fyrirtækjaráðgjafar starfandi í Högum. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins er hlutverk sérfræðinganna að vernda hagsmuni bankans og leggja mat á verðmæti eigna félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×