Erlent

Fasteignamarkaður hrynur í Noregi

Óli Tynes skrifar
Auðar íbúðir í Noregi.
Auðar íbúðir í Noregi. MYND/Knut Snure

Eins og annarsstaðar hefur lausafjárkreppan komið niður á fasteignamarkaðinum í Noregi. Þar standa nú á annað þúsund nýjar íbúðir auðar.

Það er sögulegt hámark og á enn eftir að versna að sögn fasteignasala. Fyrir kreppuna var búið að setja í gang nýbyggingarverkefni með samtals um 2600 íbúðum.

Slík verkefni er ekki einfalt að stöðva og því má búast við að óseldum íbúðum fjölgi til muna á næstu misserum.

Þetta hefur meðal annars valdið meira framboði á leiguhúsnæði og það hefur leitt til þess að húsaleiga hefur lækkað umtalsvert.

Um eittþúsund fasteignasalar hafa misst vinnuna á undanförnum mánuðum en þeir voru á milli fimm og sexþúsund í landinu.

Þróunin á öðrum Norðurlöndum er svipuð og í Noregi. Raunar má segja að það eigi við um alla Evrópu, Bandaríkin og víðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×