Þrjú lið til viðbótar komin inn á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 11:30 Frakkar fagna sigrinum á Portúgal í vikuni og sætinu á EM í Austurríki. Nordic Photos / AFP Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland
Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15
Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34