Þrjú lið til viðbótar komin inn á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 11:30 Frakkar fagna sigrinum á Portúgal í vikuni og sætinu á EM í Austurríki. Nordic Photos / AFP Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland
Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15
Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34