Plastiðjan semur við Greiner Packaging Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2009 05:59 Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar. Nýlega keypti fyrirtækið tækjabúnað af Greiner en í kjölfarið hófust umræður um víðtækara samstarf sem felst í því að starfsmenn Greiner munu annast þjálfun á búnaðinn hér heima og sinna viðhaldi hans. Einn starfsmaður fyrirtækisins er þegar kominn til landsins í því skyni og annar væntanlegur í byrjun ágúst. Verður Plastiðjan að einhverju leyti söluaðili á Íslandi fyrir Greiner. Plastiðjan er stofnuð árið 1973 og hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki. „Við vorum aðalþjónustuaðili Ölgerðarinnar í 14 ár og sáum um allt þeirra flöskuplast auk þess sem við höfum þjónustað alla íslenska vatnsútflytjendur," segir Axel Óli Ægisson framkvæmdastjóri. Hann segir áherslur fyrirtækisins nú vera að breytast með þeim hætti að framvegis verði ætlunin að leggja mörgum aðilum til hvort tveggja lítið og mikið vörumagn í stað þess sem áður tíðkaðist en þá voru viðskiptavinirnir færri en magnið meira til hvers þeirra. Axel segir mjólkur- og drykkjarafurðaílát vera nýja línu í framleiðslunni og séu tækifærin næg með samstarfinu við Greiner Packaging, þar á meðal umbúðir um efnavörur, snyrtivörur og hvers kyns matvæli. Hans Adolf Hjartarson, fjármálastjóri Plastiðjunnar, segir að með nýju tækjunum muni fyrirtækið geta annað spurn allra íslenskra aðila eftir hvers kyns plastumbúðum. „Við sjáum líka möguleika í útflutningi á þessum afurðum, sérstaklega í ljósi þess hve veik krónan er núna," útskýrir Hans og bætir því við að launa-, rafmagns- og framleiðslukostnaður sé hlutfallslega lágur hér heima um þessar mundir miðað við meginland Evrópu. „Við horfum einkum á innanlandsmarkaðinn núna en í framhaldinu munum við skoða erlenda markaði af fullri alvöru," segir hann. Plastiðjan hefur nýlega í samstarfi við Nýja Landsbanka lokið við að fjármagna þá stækkun fyrirtækisins sem stendur fyrir dyrum. Nú starfa 10 manns hjá Plastiðjunni en þeir Axel Óli og Hans segjast allt eins eiga von á því að sá fjöldi tvöfaldist með þeim byr sem kominn sé í seglin með samstarfinu við Greiner. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar. Nýlega keypti fyrirtækið tækjabúnað af Greiner en í kjölfarið hófust umræður um víðtækara samstarf sem felst í því að starfsmenn Greiner munu annast þjálfun á búnaðinn hér heima og sinna viðhaldi hans. Einn starfsmaður fyrirtækisins er þegar kominn til landsins í því skyni og annar væntanlegur í byrjun ágúst. Verður Plastiðjan að einhverju leyti söluaðili á Íslandi fyrir Greiner. Plastiðjan er stofnuð árið 1973 og hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki. „Við vorum aðalþjónustuaðili Ölgerðarinnar í 14 ár og sáum um allt þeirra flöskuplast auk þess sem við höfum þjónustað alla íslenska vatnsútflytjendur," segir Axel Óli Ægisson framkvæmdastjóri. Hann segir áherslur fyrirtækisins nú vera að breytast með þeim hætti að framvegis verði ætlunin að leggja mörgum aðilum til hvort tveggja lítið og mikið vörumagn í stað þess sem áður tíðkaðist en þá voru viðskiptavinirnir færri en magnið meira til hvers þeirra. Axel segir mjólkur- og drykkjarafurðaílát vera nýja línu í framleiðslunni og séu tækifærin næg með samstarfinu við Greiner Packaging, þar á meðal umbúðir um efnavörur, snyrtivörur og hvers kyns matvæli. Hans Adolf Hjartarson, fjármálastjóri Plastiðjunnar, segir að með nýju tækjunum muni fyrirtækið geta annað spurn allra íslenskra aðila eftir hvers kyns plastumbúðum. „Við sjáum líka möguleika í útflutningi á þessum afurðum, sérstaklega í ljósi þess hve veik krónan er núna," útskýrir Hans og bætir því við að launa-, rafmagns- og framleiðslukostnaður sé hlutfallslega lágur hér heima um þessar mundir miðað við meginland Evrópu. „Við horfum einkum á innanlandsmarkaðinn núna en í framhaldinu munum við skoða erlenda markaði af fullri alvöru," segir hann. Plastiðjan hefur nýlega í samstarfi við Nýja Landsbanka lokið við að fjármagna þá stækkun fyrirtækisins sem stendur fyrir dyrum. Nú starfa 10 manns hjá Plastiðjunni en þeir Axel Óli og Hans segjast allt eins eiga von á því að sá fjöldi tvöfaldist með þeim byr sem kominn sé í seglin með samstarfinu við Greiner.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira