NBA í nótt: Anthony með 38 stig í sigri Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2009 09:08 Carmelo Anthony í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira