Button: Meiri samkeppni framundan 28. ágúst 2009 08:12 Lewis Hamilton hefur staðið sig betur í síðustu tveimur mótum en Jenson Button, sem hefur forystu í stigamóiti ökumanna. Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa. Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa.
Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira