Iceland Express-deild karla: Fyrsta tap Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:00 Stórleikur Justin Shouse dugði Stjörnunni ekki til sigurs í kvöld. Mynd/Stefán Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54) Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54)
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira