Fiskveiðar gegn atvinnuleysi 23. mars 2009 06:00 Jón Kristjánsson skrifar um fiskveiðar Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið 19. mars sl. Hann sagði að hvalveiðar muni skaffa 200-250 störf á Vesturlandi, kjördæmi greinarritara. Það er svo sem gott og blessað að veiða hvali en þessum stjórnmálamönnum virðist alveg fyrirmunað að minnast á hvað eigi að gera í fiskveiðimálum. Á ekkert að fara að liðka til í kreppunni? Eru menn svona hræddir við sægreifana? Ekki þurfa handhafar veiðiheimilda að vera hræddir því lausnin er ekki að svifta þá veiðiheimildum, heldur hleypa öðrum að. Þá kemur að Hafró. Þeir standa á því fastar en fótunum að þorskstofninn sé ofveiddur og því þurfi að takmarka veiðar og draga úr þeim. Einar sagði að búið sé að sýna fram á að hvalurinn éti óhemju magn af fiski, hann sé í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu og að reiknað hafi verið út af okkar færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar! Væntanlegar hvalveiðar eru svo smávægilegar að þær hafa engin áhrif til fækkunar hvala, enda notuð sú röksemd að þær séu sjálfbærar! Þetta skyldu þó ekki vera sömu færustu sérfræðingar sem „reiknuðu út" árið 1994 að ef fylgt væri 22% aflareglu myndi þorskafli vera kominn í um 300 þús. tonn 2003 og fara vaxandi til 2023? Þetta át hvala á nytjafiski sýnir hversu glórulaust það er að ætla sér að byggja upp þorskstofninn með friðun. Það sem við ekki veiðum fer beint í hundskjaftinn. Sú aðferð að byggja upp þorskstofna með samdrætti í veiðum hefur hvergi tekist. Niðurskurður hefur alltaf, alls staðar, leitt til varanlegrar minnkunar á afla. Aukinn þorskafli fæst aðeins með auknum þorskveiðum og það er hafið yfir allan vafa að í fæðuskorti, þegar fiskur er horaður og vex illa, er nauðsynlegt að auka veiðar. Auknar veiðar skapa verðmæti og vinnu. - En þá kemur að Hafró. Þorskstofninn er að þeirra áliti ofveiddur, það má ekki auka veiðar, frekar skal draga enn úr þeim til „byggja upp stofninn". Sú stofnun virðist ekki læra neitt af reynslunni og hefur hunsað allar líffræðilegar ábendingar sérfræðinga utan stofnunarinnar. Það mætti láta sér detta í hug að stofnunin sé notuð til að skapa skortstöðu til þess að halda uppi verði á aflaheimildum og laga „eignastöðu" kvótahafanna. En er ekki kominn tími til að fólkið í landinu geti veitt sér í soðið? Það var Bjarni Benediktsson, sá gamli, sem sagði að það gagnaði lítið að friða fiskinn en drepa fólkið. Höfundur er fiskifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Jón Kristjánsson skrifar um fiskveiðar Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið 19. mars sl. Hann sagði að hvalveiðar muni skaffa 200-250 störf á Vesturlandi, kjördæmi greinarritara. Það er svo sem gott og blessað að veiða hvali en þessum stjórnmálamönnum virðist alveg fyrirmunað að minnast á hvað eigi að gera í fiskveiðimálum. Á ekkert að fara að liðka til í kreppunni? Eru menn svona hræddir við sægreifana? Ekki þurfa handhafar veiðiheimilda að vera hræddir því lausnin er ekki að svifta þá veiðiheimildum, heldur hleypa öðrum að. Þá kemur að Hafró. Þeir standa á því fastar en fótunum að þorskstofninn sé ofveiddur og því þurfi að takmarka veiðar og draga úr þeim. Einar sagði að búið sé að sýna fram á að hvalurinn éti óhemju magn af fiski, hann sé í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu og að reiknað hafi verið út af okkar færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar! Væntanlegar hvalveiðar eru svo smávægilegar að þær hafa engin áhrif til fækkunar hvala, enda notuð sú röksemd að þær séu sjálfbærar! Þetta skyldu þó ekki vera sömu færustu sérfræðingar sem „reiknuðu út" árið 1994 að ef fylgt væri 22% aflareglu myndi þorskafli vera kominn í um 300 þús. tonn 2003 og fara vaxandi til 2023? Þetta át hvala á nytjafiski sýnir hversu glórulaust það er að ætla sér að byggja upp þorskstofninn með friðun. Það sem við ekki veiðum fer beint í hundskjaftinn. Sú aðferð að byggja upp þorskstofna með samdrætti í veiðum hefur hvergi tekist. Niðurskurður hefur alltaf, alls staðar, leitt til varanlegrar minnkunar á afla. Aukinn þorskafli fæst aðeins með auknum þorskveiðum og það er hafið yfir allan vafa að í fæðuskorti, þegar fiskur er horaður og vex illa, er nauðsynlegt að auka veiðar. Auknar veiðar skapa verðmæti og vinnu. - En þá kemur að Hafró. Þorskstofninn er að þeirra áliti ofveiddur, það má ekki auka veiðar, frekar skal draga enn úr þeim til „byggja upp stofninn". Sú stofnun virðist ekki læra neitt af reynslunni og hefur hunsað allar líffræðilegar ábendingar sérfræðinga utan stofnunarinnar. Það mætti láta sér detta í hug að stofnunin sé notuð til að skapa skortstöðu til þess að halda uppi verði á aflaheimildum og laga „eignastöðu" kvótahafanna. En er ekki kominn tími til að fólkið í landinu geti veitt sér í soðið? Það var Bjarni Benediktsson, sá gamli, sem sagði að það gagnaði lítið að friða fiskinn en drepa fólkið. Höfundur er fiskifræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun